Vetnisvagninn hefur reynst vel 26. september 2004 00:01 Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í liðinni viku, var metinn árangur af akstri vetnisstrætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að árangurinn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lentum við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki komið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en tilraunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár." Jón sagði að bílaframleiðandinn Daimler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bilanatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari." Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper-rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnisbíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans." Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmyndir um nýtingu tækninnar í samgöngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt." Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar yrði flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðjast yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orkuöryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í örfáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjörlega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að framleiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku." Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fé til Evrópusambandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samningaviðræður við bílaframleiðendur um að tilraunakeyra bílaflota hér á landi. Við vonumst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í erlenda sjóði." Bílar Innlent Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á alþjóðlegum fundi framkvæmdanefndar um vetnisvæðingu, IPHE, sem fór fram í Reykjavík í liðinni viku, var metinn árangur af akstri vetnisstrætisvagna í Reykjavík. Í erindi Jóns Björns Skúlasonar, framkvæmdastjóra Nýorku, sem rekur vagnana, kom fram að árangurinn væri betri en vænta hefði mátt. Jón sagði veðrið hafa haft áhrif á reksturinn. ,,Í byrjun þessa árs lentum við í vandræðum vegna seltu sem fylgir særokinu. Við gerðum breytingar á vélinni til að verjast því og síðan hefur ekki komið upp slík bilun. Við sjáum svo til hvernig gengur í vetur, en tilraunin er hálfnuð þar sem vagnarnir hafa verið í akstri í eitt ár." Jón sagði að bílaframleiðandinn Daimler Chrysler eigi vagnana og hann hafi lært mjög mikið af þessari tilraun. ,,Bilanatíðnin var lág þegar við hófum verkefnið en hún er orðin mun lægri eftir aðeins eitt ár. Þetta hjálpar Chrysler í þróun vetnisbílsins sem verður sífellt hraðari." Hann líkti þeirri þróun við þróun farsímans sem hafi verið stór klumpur fyrir nokkrum árum en taki nú ekkert pláss. ,,Vetni er það sem koma skal, ekki nema að einhver finni upp súper-rafhlöðuna. Svonefndir tvinnbílar eru nú að koma á markaðinn og þeir verða væntanlega ráðandi næsta aldarfjórðunginn. Vetnisbíllinn mun hins vegar taka við af tvinnbílnum og framtíðin er hans." Tækni til að nota vetni hefur verið þekkt mjög lengi og meðal annars verið notuð í geimflaugar. Jón sagði að raunhæfar hugmyndir um nýtingu tækninnar í samgöngur fyrir almenning væri varla hægt að rekja lengra aftur en um tuttugu ár. ,,Þróun síðustu fimmtán ára er ótrúlega hröð. Þó er enn langt í land í að tæknin verði samkeppnishæf í verði og endingu. En við færumst þangað mjög hratt." Jón sagði að nú væri mikið rætt um að hátt olíuverð leiddi til þess að þróun vetnisnotkunar yrði flýtt, en hann sagði málið ekki svo einsleitt. ,,Ég er líklega einn fárra sem gleðjast yfir því þegar verð á bensíni hækkar. En ég held að þjóðir eins og Bandaríkin hugsi ekki aðeins um verðið. Orkuöryggi er að mínu mati meiri hvati í þessari þróun. Nánast öll olíuframleiðslan fer fram í örfáum ríkjum við Persaflóa sem Vesturlönd eru að verða algjörlega háð varðandi orkuöflun. Vetni er hins vegar hægt að framleiða í hvaða landi sem er með til dæmis raforku, gasi, sólarorku og vindorku." Næst á dagskrá Nýorku er að tilraunakeyra vetnisbíla og vetnisvélar í skipum. Jón sagði bæði verkefnin á undirbúningsstigi. ,,Við munum sækja um fé til Evrópusambandsins til að koma vetnisvél um borð í skip. Þá standa yfir samningaviðræður við bílaframleiðendur um að tilraunakeyra bílaflota hér á landi. Við vonumst til að þetta muni skírast á næstu mánuðum. Verkefnin eru dýr og við þurfum að sækja um 75 prósent af okkar kostnaði í erlenda sjóði."
Bílar Innlent Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira