Innlent

Vill breytingar á starfseminni

Nota verður tækifærið sem umræður um umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna gefa til að tryggja að öryggisráðið verði skilvirkara og endurspegli betur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sagði Geir H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í ræðu sinni hvatti Geir til þess að Brasilía, Indland, Japan og Þýskaland fengju fast sæti í öruggisráðinu. Hann sagði ekki síður mikilvægt að tryggja að Afríka ætti fast sæti í öryggisráðinu. Geir lagði jafnframt áherslu á að smáríki hefðu áhrif á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði það ekki aðeins spurningu um viðurkenningu á fullveldi smáríkja heldur einnig nauðsynlegt til að tryggja að tekið yrði tillit til viðhorfa og aðstæðna smáríkja í alþjóðasamfélaginu. Geir minnti ennfremur á framboð Íslendinga til öryggisráðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×