Innlent

Valgerður samstarfsráðherra

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók í morgun við því hlutverki að vera samstarfsráðherra Norðurlandanna. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var ákveðið að Valgerður myndi taka við þessu embætti sem Siv Friðleifsdóttir gegndi áður. Íslendingar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári og kemur það í hlut Valgerðar að stjórna sínum fyrsta samstarfsráðherrafundi í Stokkhólmi í tengslum við Norðurlandaráðsþing í byrjun nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×