Menning

Vel beittir hnífar

Sigurjón Ívarsson segir að leynivopnið í hans eldhúsinu sé gott skurðarbretti, að ógleymdum vel brýndum hnífum. "Bitlausir hnífar eru gagnslausir og beinlínis hættulegir," segir hann. "Þar fyrir utan á ég mér annars konar leynivopn sem er gott skap, jákvæðni og ástríða. Að elda mat ástríðulaust endar bara með ósköpum." Sigurjón segist leggja sig fram um að halda uppi góðum anda á sínum vinnustað sem er Júmbósamlokur. "Svo eru fleiri þættir sem mér finnst mikilvægir í eldhúsinu, eins og ferskt og gott hráefni. Það er eitt af lykilatriðunum. Og góð eldavél." Sigurjóni finnst skemmtilegast að elda íslenskt lamb, hvort sem er á gamaldags, hefðbundinn hátt eða nýstárlegan. "Ég fæ kikk út úr því að elda lambið með spennandi kryddjurtum og fer ekki ofan af því að íslenskt lambakjöt er eitt besta hráefni í heimi."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×