Menning

Fjórar leiðir til lengra lífs

MYND/Vísir
Hollt matarræði, hófleg áfengisneysla, regluleg hreyfing og engar reykingar auka lífslíkur eldri borgara um 65%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 1500 eldri borgurum á aldrinum 70-90 ára, frá ellefu Evrópulöndum var fylgt eftir í 10 ár. Í rannsókninni voru athuguð áhrif þáttanna fjögurra á lífslíkur, bæði áhrif hvers þáttar fyrir sig og allra til samans. Regluleg hreyfing ein og sér jók lífslíkur um 37%, fjarlægð frá sígarettum jók lífslíkurnar um 35%, hollt matarræði um 23% og hófleg áfengisneysla um 22%. 60% allra dauðsfalla á meðan á rannsókninni stóð mátti rekja til einhvers þáttanna fjögurra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.