Kennaraverkfall hafið 19. september 2004 00:01 Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ber enn mikið í milli og ekki er útséð um hvenær eða hvort samningar náist. Fyrir utan Karphúsið í gær afhentu grunnskólabörn úr Hafnarfirði samninganefnd kennara og sveitarfélaga undirskriftalista með um 200 nöfnum grunnskólanema í Hafnarfirði. Var skorað á deilendur að semja sem fyrst og hugsa um framtíð barnannna í landinu. Margrét Guðjónsdóttir, Elín Sigurðardóttir og Katrín Hallgrímsdóttir, allar úr Hvaleyrarskóla, sögðu af því tilefni í samtali við Fréttablaðið að þær styddu fyllilega kröfur kennara. "Við viljum að kennarar fái hærri laun. Þetta er erfitt starf, við nemendur getum verið ótrúlega erfið. Vinnudagurinn er langur og launin eru allt of lág," sögðu þær. Þær sögðust sjálfar vera með frábæra kennara og það skipti miklu máli fyrir ungt fólk að hafa góðar fyrirmyndir. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands eru meðallaun grunnskólakennara um 210 til 215 þúsund krónur á mánuði. Byrjunarlaun 24-27 ára nýútskrifaðra grunnskólakennara eru rúm 130 þúsund á mánuði. Kröfur grunnskólakennara eru meðal annars þær að byrjunarlaun verði sambærileg við laun framhaldsskólakennara. Byrjunarlaun framhaldsskólakennara eru tæp 240 þúsund á mánuði.Þá vilja kennarar draga úr kennsluskyldu, minnka kennsluskyldu umsjónarkennara, auka lágmarksundirbúning á forræði kennara og afnema launapotta. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldsskólakennurum. Tekist hefur að semja um kjör kennara í nokkrum einkareknum grunnskólum. Til að mynda fer einungis hluti kennara í Ísaksskóla í verkfall, Hjallaskólakennarar fara ekki í verkfall og ekki heldur kennarar Landakotsskóla og Tjarnarskóla.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira