Forsendur kjarasamninga að bresta 17. september 2004 00:01 Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira