Frá Viðey til Rauðarár 15. september 2004 00:01 Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi." Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Engum dylst að ákveðin tímamót verða í íslenskum stjórnmálum klukkan eitt í dag þegar Davíð Oddsson víkur úr forsætisráðherrastól fyrir Halldóri Ásgrímssyni á ríkisráðsfundi sem forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, boðar til. Á þeim rúmu þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi og raunar í heiminum öllum. "Á þessum 13 ára stjórnartíma hefur eynni verið umbylt með stórum skömmtum af læknameðali ættuðum úr lyfjabúri hins frjálsa markaðar," segir Bart Cameron, fréttamaður AP, í gær í grein um forsætisráðherraskiptin hér á Íslandi. Segja má um feril Davíðs að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fáa hefði grunað þegar Davíð og Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sömdu um stjórnarmyndun á mettíma í Viðey vorið 1991 að 13 árum síðar viki Davíð úr forsætisráðherrastól fyrir framsóknarmanni, á ríkisráðsfundi hjá gamla Alþýðubandalagsmanninum Ólafi Ragnari til að verða yfirmaður Jóns Baldvins í utanríkisráðuneytinu. Hvað þá að slíkt gerðist eftir þá rimmu sem varð þegar forseti neitaði að undirrita fjölmiðlalögin en um það mál segir Bart Cameron fréttamaður AP að þar hafi Davíð misreiknað sig sem hafi þó verið sjaldgæft. Lög sem áttu að hindra "kaupsýsluauðvaldið", eins og það hét í eina tíð, í að eignast fjölmiðla. Fáa hefði grunað að viðreisnarsamstarfið sem kennt var við Viðey yrði jafn skammlíft og raun ber vitni og að Davíð stýrði ríkisstjórn mun lengur í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Davíð varð forsætisráðherra í skugga mikilla efnahagserfiðleika og kvótaniðurskurðar. Flestum ber saman um að tveir atburðir standi upp úr í forsætisráðherratíð hans þegar til langs tíma er litið: EES-samningurinn og stórfelld einkavæðing, ekki síst ríkisbankanna þótt menn deili svo um hvort hann eigi heiðurinn af þessu. Sjálfur vildi Davíð ekki kveða upp úr um hver hefðu verið sín erfiðustu og ljúfustu verk þegar hann stjórnaði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Síðustu atburðir væru ævinlega ferskastir í minni og fjölmiðlamálið hefði vissulega verið honum erfitt. "Ég held þó ekki að stjórnin hafi verið í hættu eins og sumir hafa sagt." Davíð segist sáttur við að kveðja stjórnarráðið sjálfvilijugur án þess að fara þaðan sigraður. "Oftast er önnur stjórn að taka við, við þessar aðstæður, en ég þarf ekki að fara með pokann á öxlinni. Ég get því lokið störfum í stjórn sem situr áfram, sterk og sátt, og verið þakklátur fyrir að hafa fengið að sitja svona lengi."
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira