Óska frekari aðstoðar 15. september 2004 00:01 Forseti Íraks, Ghazi al-Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðshrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íraska hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þúsund hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áberandi í Írak. Í dag mun NATO ræða um framtíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í dag og ræða um uppbyggingu í Írak. Búist er við því að Solana muni lýsa yfir stuðningi Evrópusambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti farið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfsmenn til landsins vegna þess hve öryggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust er bílsprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borginni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök undir forystu Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hendur sér. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Forseti Íraks, Ghazi al-Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðshrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íraska hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þúsund hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áberandi í Írak. Í dag mun NATO ræða um framtíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í dag og ræða um uppbyggingu í Írak. Búist er við því að Solana muni lýsa yfir stuðningi Evrópusambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti farið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfsmenn til landsins vegna þess hve öryggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust er bílsprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borginni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök undir forystu Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hendur sér.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira