Draumabíllinn 27. ágúst 2004 00:01 "Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri! Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég hef ekki átt bíl síðan 1987. Málið er að ég er enginn bílakall," segir Birgir Þór Bragason hlæjandi þegar hann er spurður um helstu kosti eigin bifreiðar. Birgir Þór er þekktur fyrir sinn Mótorsportþátt á Sýn og svarið kemur vissulega á óvart. En hvaða kostum þyrfti þá draumabíllinn hans að vera búinn? "Ef ég ætti að fá mér bíl þá vildi ég að hann liti ekki út fyrir að vera neitt sérstakur en væri leikfang sem ég gæti notað á viðeigandi svæðum og leikið mér," segir hann. Þar með er hann kominn í hálfgerða draumaveröld því hér á landi segir hann ekkert slíkt leiksvæði. Áfram með drauminn: "Bíllinn verður að vera aflmikill og með alvöru togkraft í vélinni -- ekki bara hestöfl. Það verður að vera gott fjöðrunarkerfi og súperbremsur, þannig að bíllinn hemli örugglega alltaf á öllum fjórum hjólunum. Ég vil ekki sjá ABS. Það er stórhættulegt apparat, sérstaklega hér á Íslandi." Birgir veit alveg um svona bíl. Hann heitir Volvo 850 R - station. "Reyndar held ég að hætt sé að framleiða hann en það skiptir ekki öllu máli. Hann var fyrst búinn til árið 1997 og notaður af Volvoverksmiðjunum til að keppa í kappakstri bíla sem líta út eins og venjulegir bílar. Síðan var hann framleiddur í nokkur ár og seldur til almennings. Þetta er alger þota en það sést ekki á honum," segir Birgir og til þess að fullkomna feluleikinn kveðst hann mundu fá sér flókahatt áður en hann settist undir stýri!
Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira