Veisluhöld á Breiðafirði 25. ágúst 2004 00:01 "Þetta er sambland af veisluhöldum og náttúruskoðun og tekur 3-4 tíma," byrjar Ragnheiður Valdimarsdóttir, markaðsstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, lýsingu sína á ferðum sem farnar eru á vit ævintýranna í Breiðafirði. Síðan heldur hún áfram: "Það er siglt af stað frá Stykkishólmi og aðeins litið á eyjarnar í kring en mjög fljótlega er settur út plógur og byrjað að veiða. Síðan er borið inn hlaðborð og matseðillinn er mismunandi en þar eru meðal annars sjávarréttir og snöggsteiktur svartfugl." Tvö skip eru í þessum siglingum með sali fyrir 90-100 farþega hvort og gott útsýnisþilfar. Ragnheiður segir ferðirnar vinsælar fyrir starfsmannafélög og hópa og sé lágmarksfjöldi 25 manns. "Sjóferð sælkerans" segir hún vinsælustu veisluferðina enda snúist hún mikið um matinn. "En bæði í upphafi ferðar og á meðan á máltíð stendur er lónað á milli eyjanna á Hvammsfirði," bendir hún á. Meðal náttúrufyrirbæra á leiðinni nefnir Ragnheiður fjölbreytilegar stuðlabergsmyndanir og segir alltaf talsvert af fugli á sveimi, meðal annars láti örninn oft sjá sig á haustin. Nú er verið að taka haustgjald upp í þessum ferðum sem er talsvert lægra en það sem í gildi er yfir sumarmánuðina. Verðið á mann er nú 4.950 krónur og afsláttur er fyrir börn. Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er sambland af veisluhöldum og náttúruskoðun og tekur 3-4 tíma," byrjar Ragnheiður Valdimarsdóttir, markaðsstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, lýsingu sína á ferðum sem farnar eru á vit ævintýranna í Breiðafirði. Síðan heldur hún áfram: "Það er siglt af stað frá Stykkishólmi og aðeins litið á eyjarnar í kring en mjög fljótlega er settur út plógur og byrjað að veiða. Síðan er borið inn hlaðborð og matseðillinn er mismunandi en þar eru meðal annars sjávarréttir og snöggsteiktur svartfugl." Tvö skip eru í þessum siglingum með sali fyrir 90-100 farþega hvort og gott útsýnisþilfar. Ragnheiður segir ferðirnar vinsælar fyrir starfsmannafélög og hópa og sé lágmarksfjöldi 25 manns. "Sjóferð sælkerans" segir hún vinsælustu veisluferðina enda snúist hún mikið um matinn. "En bæði í upphafi ferðar og á meðan á máltíð stendur er lónað á milli eyjanna á Hvammsfirði," bendir hún á. Meðal náttúrufyrirbæra á leiðinni nefnir Ragnheiður fjölbreytilegar stuðlabergsmyndanir og segir alltaf talsvert af fugli á sveimi, meðal annars láti örninn oft sjá sig á haustin. Nú er verið að taka haustgjald upp í þessum ferðum sem er talsvert lægra en það sem í gildi er yfir sumarmánuðina. Verðið á mann er nú 4.950 krónur og afsláttur er fyrir börn.
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira