Menning

Lífrænn og góður safi

Ávaxta- og grænmetissafi úr lífrænt ræktuðum gulrótum og nýuppteknum lífrænt ræktuðum eplum er nýkominn á markað. Innflytjandi þessara safa er Yggdrasill ehf. en athygli vekur að innihaldslýsing og næringarefnataflan á flöskunum er öll á íslensku. Það hefur ekki verið venjan á vörum frá Yggdrasil. Safinn er 33 prósent gulrótarsafi og hundrað millilítrar gefa 32 prósent af ráðlögðum dagskammti af A-vítamíni. Safinn er ekki gerður úr þykkni heldur pressaður úr hráefninu nánast samdægurs og afurðirnar koma ferskar frá bóndanum. Safarnir eru í glerflöskum og eru fáanlegir í 0,75 lítra og 0,2 lítra umbúðum. Í þessari línu er einnig fáanlegur hreinn gulrótarsafi, epla- og mangósafi og hreinsafablanda. Fást þessi safar í versluninni Yggdrasil, Hagkaupsverslunum, Fjarðarkaupum, Blómavali, Melabúðinni, Nóatúni, Samkaup og Kaskó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×