Berjast með orðum 5. ágúst 2004 00:01 Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví. Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það verður háð stríð á Gauknum í kvöld. Þeir sem mætast munu hins vegar ekki beita venjulegum vopnum heldur orðaflaumi í þeim tilgangi að særa andstæðing sinn. "Rímnastríðið fer þannig fram að um einvígi er að ræða og keppendur hafa 30 sekúndur til að særa andstæðing sinn með rímum. Þetta heldur síðan áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari," segir Róbert Aron Magnússon betur þekktur sem Robbi Cronic en hann skipuleggur stríðið í kvöld. Robbi segir formið á keppninni svipað og sást í kvikmyndinni 8 Mile. "Erlendis er þetta helsti vettvangurinn fyrir unga rappara til að koma sér á framfæri. Þetta er í þriðja skiptið sem Rímnastríðið er haldið hér á landi og áhuginn fer sífellt vaxandi," segir Robbi og bætir því við að margir séu þó hræddir við þetta form. "Þetta reynir rosalega á þann sem er að keppa. Hann þarf að vera rosalega spontant enda mesta niðurlægingin fólgin í því ef að rappari frýs á sviðinu. Það er líka hræðilegt ef þeir geta ekki svarað neinu eða svara með orðum sem ríma ekki." Það er greinilega mikil pressa á keppendunum því auk þess að þurfa að semja allt á staðnum vita þeir ekkert hverjum þeir mæta í einvíginu eða hvað andstæðingurinn mun segja um þá. Keppnin verður á Gauknum í kvöld og opnar húsið klukkan 21. Það fer eftir fjölda keppenda hvenær keppnin hefst en eitt er víst að úrslitin hefjast klukkan 23 og er sjónvarpað beint á Popp Tíví.
Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira