Ofbeldi er ekki árstíðarbundið 29. júlí 2004 00:01 Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí." Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Karlahópur Femínistafélagsins herjar nú á átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum, líkt og fyrir síðustu verslunarmannahelgi. Hjálmar Sigmarsson er meðal þeirra og segir hann karlmenn hafa sloppið auðveldlega við umræðu um nauðganir. "Undanfarin ár hefur athyglin beinst að stelpum og hvað þær geta gert til að verjast nauðgunum. Við viljum einbeita okkur að því hvað karlmenn geta gert til að koma í veg fyrir nauðganir. Við viljum fá menn til að taka þátt í umræðunni, sýna samstöðu og samábyrgð í verki. Innlegg karlmanna hingað til hefur einkennst af áhugaleysi og óþarfa gríni. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hvað nauðganir í raun eru, þær eru glæpur og það eru engin grá svæði. Við viljum að karlmenn komi af stað umræðum í sínum vinahópum svo hugsunarhættir fari að breytast." Hjálmar segir átakið um helgina viðeigandi því tíðni nauðgana virðist hærri þegar áfengi er annarsvegar en af því er nóg um verslunarmannahelgina. "Þó er ofbeldi ekki árstímabundið og það er nauðsynlegt að berjast gegn því allan ársins hring. Karlahópurinn minnir á að verslunarmannahelgin á að vera skemmtileg og við hvetjum karlmenn til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera hana skemmtilega fyrir alla. Þess vegna höfum við hafið sölu á stuttermabolum með lógóinu okkar, NEI, og frisbídiskum fólki til skemmtunar. Við höfum einnig fengið stuðning frá helstu poppstjörnum landsins og afhent þeim frisbídiska til að dreifa á útihátíðum um helgina. " Á föstudag verður karlahópurinn sýnilegur á Umferðarmiðstöðinni, Reykjavíkurflugvelli og á Þorlákshöfn þar sem bolir og frísbídiskar fást gegn vægu gjaldi. "Þar munum við einnig spjalla við unga menn, vekja athygli á átakinu, dreifa bæklingum, barmmerkjum og selja boli og frisbí."
Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira