Skokkaði fram á drottninguna 28. júlí 2004 00:01 Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkona, stundaði nám í Hollandi og á sér þar heimaborg að heiman. "Ég var í námi í Haag í sjö ár svo hún er nánast mitt annað heimili. Haag er með stærstu borgunum í Hollandi en miklu minna þekkt en Amsterdam og þar af leiðandi rólegri og hálfgerð svefnborg. Það sem mér líkaði best var mannlífið og hvað fólk er notalegt og opið. Þarna eru frábær kaffi- og veitingahús og þó þjónustulund Hollendinga sé kannski ekkert sérstök er maturinn svo góður að þeim fyrirgefst ýmislegt. Haag liggur að baðströnd og þar er voða gaman á sumrin þegar veðrið er gott. Sjórinn er reyndar norðursjórinn svo hann er kaldur en ef maður er hugrakkur þá er vel hægt að synda. Ég fór og synti enda er ég hugrökk," segir Guðlaug og hlær við. "Það er ákveðin reisn yfir Haag því drottningin býr þar og þar er drottningarhöllin. Ég sá drottninguna einu sinni þegar ég var úti að skokka með vinkonu minni í garðinum við höllina. Drottningin var að fara í ferðalag og kom út í þann mund sem við skokkuðum framhjá og veifaði okkur." Guðlaug lærði djasssöng og var mjög ánægð með skólann og menntakerfið í Hollandi. "Allt menntakerfi í Hollandi er mjög fínt og því var skólinn sem ég var í mjög góður og kennarar og nemendur koma allsstaðar að úr heiminum, " segir Guðlaug og á sjálfsagt alltaf eftir að halda tengslunum við Haag, bæði með því að fara þangað og líka með því að nýta það sem hún lærði þar. Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, söngkona, stundaði nám í Hollandi og á sér þar heimaborg að heiman. "Ég var í námi í Haag í sjö ár svo hún er nánast mitt annað heimili. Haag er með stærstu borgunum í Hollandi en miklu minna þekkt en Amsterdam og þar af leiðandi rólegri og hálfgerð svefnborg. Það sem mér líkaði best var mannlífið og hvað fólk er notalegt og opið. Þarna eru frábær kaffi- og veitingahús og þó þjónustulund Hollendinga sé kannski ekkert sérstök er maturinn svo góður að þeim fyrirgefst ýmislegt. Haag liggur að baðströnd og þar er voða gaman á sumrin þegar veðrið er gott. Sjórinn er reyndar norðursjórinn svo hann er kaldur en ef maður er hugrakkur þá er vel hægt að synda. Ég fór og synti enda er ég hugrökk," segir Guðlaug og hlær við. "Það er ákveðin reisn yfir Haag því drottningin býr þar og þar er drottningarhöllin. Ég sá drottninguna einu sinni þegar ég var úti að skokka með vinkonu minni í garðinum við höllina. Drottningin var að fara í ferðalag og kom út í þann mund sem við skokkuðum framhjá og veifaði okkur." Guðlaug lærði djasssöng og var mjög ánægð með skólann og menntakerfið í Hollandi. "Allt menntakerfi í Hollandi er mjög fínt og því var skólinn sem ég var í mjög góður og kennarar og nemendur koma allsstaðar að úr heiminum, " segir Guðlaug og á sjálfsagt alltaf eftir að halda tengslunum við Haag, bæði með því að fara þangað og líka með því að nýta það sem hún lærði þar.
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira