Knár og þéttur á velli 23. júlí 2004 00:01 Tucson heitir hann og er nýjasti bíllinn frá Hyundai, væntanlegur á íslenskan bílamarkað í haust. Tucson er jepplingur í minni kantinum, litli bróðir Santa Fe jepplingsins sem notið hefur mikilla vinsælda frá því hann kom á markað árið 2000. Litli bróðir er hann þó einkum, ef ekki eingöngu, í þeim skilningi að hann er minni um sig en Santa Fe því þegar komið er að öðrum eiginleikum er hreint ekki hægt að segja að hann sé minni. Bíllinn verður fáanlegur bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn en ætla verður að það verði fyrst og fremst sá fjórhjóladrifni sem muni njóta hylli íslenskra neytenda. Góður við allar aðstæður: Hyundai og B & L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, bauð á dögunum til kynningar og reynsluaksturs á Tucson í Lettlandi. Dvalið var í Riga og bílnum ekið í borginni og næsta nágrenni hennar. Ekið var í borg, á hraðbrautum og sveitavegum, bæði malbikuðum og malar- og moldarvegum. Allur var aksturinn þó á láglendi enda ekki öðru til að dreifa í því láglenda landi Lettlandi og brattasta brekkan sem ekin var reyndist vera í bílastæðahúsi í miðbæ Riga. Tvær útfærslur á bílnum voru prófaðar, sjálfskiptur bensínbíll með möguleika á að skipta yfir í beinskiptingu. Hinn var beinskiptur dísilbíll. Báðir bílarnir voru skemmtilegir í akstri, aflmiklir og lágu vel á vegi, líka á ójöfnum vegum, bæði þurrum malarvegum sem voru lausir í sér og blautum og nokkuð leirkenndum vegum. Þeir fóru einstaklega hratt og áreynslulaust af lítilli ferð í mikinn hraða og högguðust ekki þótt hraðinn væri kominn á annað hundraðið. Þannig gefur Tucsoninn ökumanni tilfinningu bæði fyrir öryggi og gæðum. Samanburður á þessum tveimur bílum var bensínbílnum í hag á þann hátt að hann reyndist snarpari. Lagt upp úr þægindum@megin: Að innan er bíllinn skemmtilegur, með geymsluhólfum, glasahöldurum og öðru tilheyrandi. Mælaborðið er klassískt og aðgengilegt og sömuleiðis hnappar og takkar. Sætin í bílnum er afar þægileg, halda vel utan um mann og eru hvorki of mjúk né hörð. Að sjálfsögðu má með einföldum hætti stilla bæði bak og sæti, eins og orðið er nær alsiða í nýjum bílum þannig að bílstjórinn á að geta látið fara eins vel um sig og kostur er á akstrinum. Sætin eru í þægilegri hæð miðað við götu þannig að sest er beint inn í bílinn, hvorki niður né upp. Rými fyrir farþega er gott, bæði fram í og aftur í. Af sjálfu leiðir að farangursrýmið er ekki sérstaklega stórt enda ekki von í bíl sem er ekki nema 4,325 metrar á lengd. Ef hins vegar aðeins eru tveir á ferð í má leggja niður aftursætin og eykst þá farangursrýmið úr 644 lítrum í 1856. Líklegur til vinsælda Hyundai Tucson er fallegur bíll, rennilegur og ekki kubbslegur eins og minni jepplingar hafa tilhneigingu til að vera. Markhópurinn er ungt fólk með hraðan og athafnsaman lífsstíl. Ekki verður annað séð en að Tucson henti afar vel íslenskum neytendum. Í honum fer saman skemmtilegur ferðabíll fyrir einstaklinga og fjölskyldur að vísitölustærð (ef fjölskyldan er stærri fer að þrengja að) og lipur bíll í daglegt snatt innanbæjar. Sem sagt ekki ástæða til annars en að ætla að Tucson verði ekki síður vinsæll meðal íslenskra neytenda en Santa Fe. Forráðamenn Hyundai-verksmiðjanna setja enda markið hátt, ætla að selja 200 þúsund bíla fyrir árið 2006, þar af 65 þúsund í Evrópu. Verðið á bílnum liggur ekki endanlega fyrir en gera má ráð fyrir að það verði um 10% lægra en á Santa Fe eða frá um 2.450.000 upp í um 2.700.000 krónur. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tucson heitir hann og er nýjasti bíllinn frá Hyundai, væntanlegur á íslenskan bílamarkað í haust. Tucson er jepplingur í minni kantinum, litli bróðir Santa Fe jepplingsins sem notið hefur mikilla vinsælda frá því hann kom á markað árið 2000. Litli bróðir er hann þó einkum, ef ekki eingöngu, í þeim skilningi að hann er minni um sig en Santa Fe því þegar komið er að öðrum eiginleikum er hreint ekki hægt að segja að hann sé minni. Bíllinn verður fáanlegur bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn en ætla verður að það verði fyrst og fremst sá fjórhjóladrifni sem muni njóta hylli íslenskra neytenda. Góður við allar aðstæður: Hyundai og B & L, umboðsaðili Hyundai á Íslandi, bauð á dögunum til kynningar og reynsluaksturs á Tucson í Lettlandi. Dvalið var í Riga og bílnum ekið í borginni og næsta nágrenni hennar. Ekið var í borg, á hraðbrautum og sveitavegum, bæði malbikuðum og malar- og moldarvegum. Allur var aksturinn þó á láglendi enda ekki öðru til að dreifa í því láglenda landi Lettlandi og brattasta brekkan sem ekin var reyndist vera í bílastæðahúsi í miðbæ Riga. Tvær útfærslur á bílnum voru prófaðar, sjálfskiptur bensínbíll með möguleika á að skipta yfir í beinskiptingu. Hinn var beinskiptur dísilbíll. Báðir bílarnir voru skemmtilegir í akstri, aflmiklir og lágu vel á vegi, líka á ójöfnum vegum, bæði þurrum malarvegum sem voru lausir í sér og blautum og nokkuð leirkenndum vegum. Þeir fóru einstaklega hratt og áreynslulaust af lítilli ferð í mikinn hraða og högguðust ekki þótt hraðinn væri kominn á annað hundraðið. Þannig gefur Tucsoninn ökumanni tilfinningu bæði fyrir öryggi og gæðum. Samanburður á þessum tveimur bílum var bensínbílnum í hag á þann hátt að hann reyndist snarpari. Lagt upp úr þægindum@megin: Að innan er bíllinn skemmtilegur, með geymsluhólfum, glasahöldurum og öðru tilheyrandi. Mælaborðið er klassískt og aðgengilegt og sömuleiðis hnappar og takkar. Sætin í bílnum er afar þægileg, halda vel utan um mann og eru hvorki of mjúk né hörð. Að sjálfsögðu má með einföldum hætti stilla bæði bak og sæti, eins og orðið er nær alsiða í nýjum bílum þannig að bílstjórinn á að geta látið fara eins vel um sig og kostur er á akstrinum. Sætin eru í þægilegri hæð miðað við götu þannig að sest er beint inn í bílinn, hvorki niður né upp. Rými fyrir farþega er gott, bæði fram í og aftur í. Af sjálfu leiðir að farangursrýmið er ekki sérstaklega stórt enda ekki von í bíl sem er ekki nema 4,325 metrar á lengd. Ef hins vegar aðeins eru tveir á ferð í má leggja niður aftursætin og eykst þá farangursrýmið úr 644 lítrum í 1856. Líklegur til vinsælda Hyundai Tucson er fallegur bíll, rennilegur og ekki kubbslegur eins og minni jepplingar hafa tilhneigingu til að vera. Markhópurinn er ungt fólk með hraðan og athafnsaman lífsstíl. Ekki verður annað séð en að Tucson henti afar vel íslenskum neytendum. Í honum fer saman skemmtilegur ferðabíll fyrir einstaklinga og fjölskyldur að vísitölustærð (ef fjölskyldan er stærri fer að þrengja að) og lipur bíll í daglegt snatt innanbæjar. Sem sagt ekki ástæða til annars en að ætla að Tucson verði ekki síður vinsæll meðal íslenskra neytenda en Santa Fe. Forráðamenn Hyundai-verksmiðjanna setja enda markið hátt, ætla að selja 200 þúsund bíla fyrir árið 2006, þar af 65 þúsund í Evrópu. Verðið á bílnum liggur ekki endanlega fyrir en gera má ráð fyrir að það verði um 10% lægra en á Santa Fe eða frá um 2.450.000 upp í um 2.700.000 krónur. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira