Mótorcross ekki mjög hættulegt 23. júlí 2004 00:01 Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is Bílar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Mótorsport er ekki bara karlasport eins og sumir halda því á undanförnum árum hefur fjöldi stelpna látið til skarar skríða á mótocrosskeppnum. Aníta Hauksdóttir, þrettán ára mótorhjólastelpa, hefur mætt sterk til leiks á fyrstu tvær umferðir Íslandsmeistaramótsins í mótocrossi og þykir örugg um titilinn í ár. Aníta hefur sinnt sportinu af miklu kappi frá tíu ára aldri eða síðan hún eignaðist sitt fyrsta hjól. "Pabbi minn byrjaði að hjóla árið 2000 og gaf mér þá crosshjól í afmælisgjöf. Ég var rétt farin að prófa hjólið þegar hann tók upp á því að skrá mig í fyrstu keppnina, í svokölluðu speedway, ekki mótocrossi. Á þeim tíma var hann sjálfur Íslandsmeistari í B-flokki. Ég var auðvitað mjög hissa því ég var rétt byrjuð að hjóla en gekk þó ágætlega. Ég tók einn strák í mótinu og var geðveikt ánægð með það," hlær Aníta sem þá var eina stelpan í keppninni. Foreldrar hennar, Haukur Þorsteinsson og Theodóra Björk Heimisdóttir, opnuðu fyrir rúmu ári mótorhjólaverslunina Nítró en þau eru bæði á kafi í sportinu. "Ég hafði ekki hugmynd um að það væru fleiri stelpur að hjóla fyrr en ég kynntist Heiðu í Nikíta. Við fórum að æfa okkur saman, kynntumst svo Söru Ómarsdóttur sem einnig var í þessu og saman stofnuðum við fyrsta kvennaliðið á Íslandi, Nikita Team." Á Íslandsmeistaramótum keppa allir sem einstaklingar en að móti loknu eru einnig liðum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu. "Við höfum æft okkur mikið, reynt að keppa á öllum mótum og fengið góða styrktaraðila," segir Aníta sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmeistarmótinu í fyrra. "Við höfum fengið leyfi til að æfa okkur á nokkrum brautum meðal annars í Grindavík og Álfsnesi en þar er líka mótocrossskóli." Hún blæs á að íþróttin sé hættuleg ef notast er við réttan búnað. "Þessu fylgir vissulega aksjón, fjör og spenna og maður getur fengið mikla útrás á hjólinu en ég veit um fleiri sem slasa sig í fótbolta en mótocrossi," segir hin frakka sem slær flestum við þegar mótorhljól eru annars vegar. thorat@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira