Menning

Fágað og fjölbreytt

Eitt bestu vína víngerðarinnar er Dopff & Irion Gewurzstraminer sem er einstaklega fágað og fjölbreytt matarvín. Vínið hefur sterkan angan blóma, ilmríkt með anískeim. Vínið er í góðu jafnvægi, dálítið þurrt og kryddað. Skemmtilegt og öðruvísi vín sem skilur eftir sig langt og mikið eftirbragð. Kynningarverð á frönskum dögum 1.390 kr. Dopff og Irion heita tvær franskar fjölskyldur sem hófu að stunda víngerð á 17. öld í hinu þekkta víngerðarsvæði Alsace í Frakklandi. Fjölskyldurnar sameinuðu víngerðir sínar og er fyrirtækið í dag með þekktustu vínframleiðendum í Alsace. Það hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir vín sín á alþjóðlegum sýningum meðal annars San Francisco Wine Competition, London International Wine Challenge og London International Wine & Spirit Competition.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×