Grænmetisátak í uppsiglingu 22. júlí 2004 00:01 "Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum. Matur Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum.
Matur Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira