Menning

Frægir brettakappar í heimsókn

Þrír af bestu hjólabrettamönnum heimsins eru staddir hér á landi til að kynna íþróttina. Um er að ræða Frakkann Bastien Salabanzi, sem hefur orðið heims- og Evrópumeistari, Mark Appleyard frá Kanada og Svíann Ali Boulala. Þeir eru allir atvinnumenn hjá stærsta hjólabrettafyrirtæki heims, Flip. Að sögn Sigurðar Jósepssonar, verslunarstjóra Smash sem bauð köppunum hingað til lands, er mikill fengur að fá þá í heimsókn. Voru þeir mjög áhugasamir um að koma og hafa þegar farið í útsýnisferð til að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Í gærkvöldi sýndu þeir listir sínar á svokallaðari "demó" sýningu í brettagarðinum við Miðberg í Breiðholti. Í kvöld munu þeir síðan dæma keppni sem verður haldin í brettagarðinum við áhaldahúsið í Mosfellsbæ og jafnframt sýna mögnuð tilþrif. Verði veður óhagstætt mun keppnin færast í brettagarðinn í Loftkastalanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.