Menning

Grillaðir ávextir eru lostæti

Á sumrin grilla flestir kjöt, fisk og grænmeti en það eru ekki margir sem grilla ávexti. Sæmundur Kristjánsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Á næstu grösum, er laginn við það. "Grillaðir ávextir eru lostæti og mér finnst tilvalið að setja þá á grillið og nota hugmyndaflugið í því sambandi. Sem dæmi um ávexti sem góðir eru á grillið eru melónur, fíkjur, apríkósur, ananas, appelsínur, sítrónur og greipávextir. Þá er alveg þrælgott að smyrja ávextina með hunangi því það gefur þeim viðbótarsætu og er það gert þegar búið er að grilla ávextina. Þá er safi kreistur úr mandarínu eða appelsínu út í fljótandi hunangið, það blandað saman og hellt yfir ávextina," segir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.