Tíska og hönnun

Við öll tækifæri

"Ég keypti mér tvo voðalega fína kjóla ekki fyrir svo löngu síðan," segir Valgerður Guðnadóttir söngkona. "Ég keypti mér einn túrkisbláan kjól með doppum fyrir brúðkaupið hjá bróðir mínum. Hann er voða fínn og því nota ég hann eingöngu þegar ég fer eitthvað svolítið fínt. Síðan keypti ég annan kjól sem ég get bæði notað hversdagslega sem bol yfir gallabuxur og einan og sér þegar ég fer eitthvað aðeins pæjulegra. Hann er mjög þröngur og stuttur þannig að hann er algjör pæjukjóll. Hann er allskona litaður og frekar yrjóttur. Hann er samt mest út í túrkisblátt og voðalega fallegur," segir Valgerður, sem keypti báða kjólana í versluninni Park í Kringlunni fyrir aðeins um tíu þúsund krónur. Það má því segja að Valgerður hafi gert stórgóð kaup þar. "Ég hef notað þá mjög mikið báða og þeir eru báðir alveg afskaplega fallegir."

"Síðan gerði ég afskaplega góð kaup í tveimur sjölum á Spáni. Þau kostuðu eiginlega ekki neitt. Annað þeirra var svart með rauðum blómum og hitt hvítt. Því miður var þessu svarta stolið af mér en hvíta á ég ennþá og nota mikið. Ég hef notað það þegar ég er að syngja og af alls konar tilefni," segir Valgerður, sem hefur nóg að gera um þessar mundir. "Ég er á fullu að æfa Sumaróperuna sem verður frumsýnd 7. ágúst. Í ár verður sett upp verkið Happy End eftir Kurt Weil og Berthold Brecht. Þetta er rosa stuð og mjög skemmtilegt og aðgengilegt verk fyrir alla. Lögin eru mjög grípandi og einnig er mikill leiktexti," segir Valgerður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.