Hefur ekki efni á Atkins 12. júlí 2004 00:01 "Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. "Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr," segir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. "Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snemma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari," segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. "Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás," segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hárið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói. Heilsa Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það er nú bara það klassíska sem gildir hjá mér - að passa mataræðið og hreyfa sig," segir Þórey Ploder Vigfúsdóttir, nemi í Listdansskólanum. "Ég á ekki bíl og ég geng allt sem ég þarf að fara. Í haust gekk ég alltaf í skólann til dæmis. Mér finnst fínt þegar ég er ekki of þreytt og búin að dansa kannski í þrjá til fimm tíma að taka sér smá göngutúr," segir Þórey. Aðspurð um hvort það sé ekki tímafrekt að ganga á alla staði þá segir Þórey það vera. "Þetta tekur meiri tíma en að keyra en ég vakna þá bara fyrr. Það er svo gott að byrja daginn snemma. Ég þarf náttúrlega að vakna miklu fyrr til að klæða mig í öll fötin sem ég þarf að dúða mig í til að ganga í skólann á veturna. En það er ekkert mál að ganga þegar góðar göngugræjur eru til staðar. Síðan er svo miklu betra að vera í skólanum þegar dagurinn er tekinn snemma því þá er ég miklu betur vakandi og hressari," segir Þórey. Eins og hjá flestum á Íslandi þá reynir Þórey að borða rétt. "Ég reyni að passa mataræðið en peningarnir eru vandræði. Ég gæti til dæmis ekki farið á Atkins kúrinn því þar má ekki borða pasta eða neitt svoleiðis sem er allt frekar ódýrt. Ég fer líka mikið í gufu í sundlaugunum og drekk te til að halda röddinni. Síðan passa ég mig á að vera ekki mikið úti illa klædd þegar kalt er í veðri því þá verð ég strax hás," segir Þórey sem er um þessar mundir að taka þátt í sýningunni Hárið sem sýnd er í gamla Austurbæjarbíói.
Heilsa Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira