Viðskipti erlent

Forstjóri Enron ákærður

Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkufyrirtækisins Enrons, var í dag ákærður fyrir að hafa látið falsa bókhald fyrirtækisins og gera leynilega samninga til þess að fela skuldir þess. Rannsóknin á Lay hefur tekið þrjú ár. Enron fór á hausinn árið 2001 eftir að upp komst um falsanirnar. Lay lýsti því yfir í síðasta mánuði að Andrew Fastow, fyrrverandi fjármálastjóri fyrirtækisins, bæri ábyrgð á svindlinu en nú hefur komið í ljós að Lay var flæktari í málið en hann lét í veðri vaka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×