Forseta Íslands komið í klípu 7. júlí 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira