Hvað kostar að gifta sig? 7. júlí 2004 00:01 "... ef þú giftist, ef þú bara giftist, ef þú giftist mér," segir í gömlum dægurlagatexta og það eru margir sem vilja allt til vinna til að fá jáyrðið frá sínum eða sinni. Á miðöldum tíðkaðist að halda þriggja daga veislur og hýsa og fæða alla gesti á meðan á veislunni stóð og það hlýtur að hafa kostað skildinginn. Enn í dag tíðkast að halda veglegar veislur og þær geta ennþá kostað töluvert fé. Athöfnin sjálf kostar einnig sitt, leiga á kirkju, organista og presti, tónlistaratriði og skreytingar. Svo má ekki gleyma klæðnaði brúðhjónanna, fararmáta úr og í kirkju, myndatöku, blómum, boðskortum, klæðnaði barna og fleira og fleira tínist til. Með auknum samanburðarmöguleikum verður stöðugt nauðsynlegra að ganga lengra, hafa glæsilegri, dýrari og fínni brúðkaup og upp á síðkastið hefur borið á því að fólk sem var búið að ákveða að gifta sig hætti við vegna þess að kostnaðurinn óx þeim yfir höfuð. En hvað kostar að ganga í það heilaga á Íslandi í dag? Viðmiðunarhjónin Þór og Sif eru um þrítugt og eiga von á hundrað gestum. Þau eiga fullt af ættingjum en þeir eru allir háskólakennarar eða bifvélavirkjar og geta þar af leiðandi ekki lagt þeim neitt til hagræðis í brúðkaupinu. Þau kaupa því alla þjónustu fullu verði en halda sig alltaf í meðallaginu. Þór leigir íslenskan búning en Sif fallegan kjól. Þau kaupa bæði nærföt og skó. Lítil frændsystkin eru brúðarsveinn og -mey og föt þeirra eru leigð. Sif fer í förðun og greiðslu en Þór lætur sér nægja nýja klippingu. Bæði fara þau samt í brúnkumeðferð. Í kirkjunni leikur organisti brúðarmarsinn og þekkt söngkona syngur uppáhaldslögin þeirra. Þau aka til og frá kirkjunni í fallegum fornbíl. Gestum er boðið til veislu í sal en sleppa alveg við að hjálpa til í eldhúsinu því öll þjónusta er aðkeypt. Vel er gert við gestina og fá þeir forrétta- og steikarhlaðborð og freyðivínsfordrykk, hvítvín og rauðvín. Í eftirrétt er kaffi og konfekt og svo að sjálfsögðu brúðartertan. Hjónin nýbökuðu stíga svo brúðarvalsinn og meiri dans eitthvað fram eftir brúðkaupsnóttunni. Þau ætla að geyma sér brúðkaupsferðina og fara bara í gott frí seinna svo hún er ekki talin til kostnaðar. Þessi dagur með flestu því sem tilheyrir kostar þau hjónin 984.100 kr. Hér verður að taka fram að ekki nýta allir sér allt á þessum lista en þó eru ansi margir sem gera flest og því er ljóst að umtalsverðum upphæðum er varið til að innsigla ástina á hverju ári á Íslandi. Sumir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki hægt að staðfesta ástina með sama tilfinningahita en kannski fyrir aðeins minni peninga... Klæðnaður: leiga: brúðarkjóll 36.000 slör 5.000 kr. kóróna 3.000 íslenskur búningur á brúðgumann 7.900 brúðarmeyjakjóll 5.500 jakkaföt á strák 4.900 Kaup: korselett á hana 11.500 nærbuxur á hann 5.000 sokkar 1.800 skór 30.000 (bæði fá nýja brúðarskó) hringapúðar með nöfnum 4.300 samtals: 114.900 kr Förðun og hárgreiðsla: brúðargreiðslan, klipping og þvottur 9.500 airbrushförðun 3.500 kr. handsnyrting 4.600 kr. brúnka daginn áður 3.500x2 = 7.000 (miðað við að brúðhjónin fari bæði) brúðgumaklipping og strípur 7.200 kr. Samtals: 31.800 kr. Kirkjan: brúðarvöndur 10.000 kr. hringar 40.000 kr. kirkja 5.000 kr. prestur 9.000 kr. tónlist í kirkju: organisti 13.000 söngur 30.000 kr. Samtals: 107.000 kr Veislan: salur 40.000 kr. þjónusta 60.000 kr. áprentaðar servíettur 4.000 kr. matur 250.000 kr. drykkir 100.000 kr. brúðarterta 37.500 kr. hljómsveit 150.000 kr. Samtals:641.500 kr. Ýmislegt: boðskort: 60 kort á fallegum pappír, umslög og burðargjald 30.000 kr. myndataka: 43.900 kr fornbíll: 15.000 kr. Samtals: 88.900 kr. Alls: 984.100 kr. Fjármál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"... ef þú giftist, ef þú bara giftist, ef þú giftist mér," segir í gömlum dægurlagatexta og það eru margir sem vilja allt til vinna til að fá jáyrðið frá sínum eða sinni. Á miðöldum tíðkaðist að halda þriggja daga veislur og hýsa og fæða alla gesti á meðan á veislunni stóð og það hlýtur að hafa kostað skildinginn. Enn í dag tíðkast að halda veglegar veislur og þær geta ennþá kostað töluvert fé. Athöfnin sjálf kostar einnig sitt, leiga á kirkju, organista og presti, tónlistaratriði og skreytingar. Svo má ekki gleyma klæðnaði brúðhjónanna, fararmáta úr og í kirkju, myndatöku, blómum, boðskortum, klæðnaði barna og fleira og fleira tínist til. Með auknum samanburðarmöguleikum verður stöðugt nauðsynlegra að ganga lengra, hafa glæsilegri, dýrari og fínni brúðkaup og upp á síðkastið hefur borið á því að fólk sem var búið að ákveða að gifta sig hætti við vegna þess að kostnaðurinn óx þeim yfir höfuð. En hvað kostar að ganga í það heilaga á Íslandi í dag? Viðmiðunarhjónin Þór og Sif eru um þrítugt og eiga von á hundrað gestum. Þau eiga fullt af ættingjum en þeir eru allir háskólakennarar eða bifvélavirkjar og geta þar af leiðandi ekki lagt þeim neitt til hagræðis í brúðkaupinu. Þau kaupa því alla þjónustu fullu verði en halda sig alltaf í meðallaginu. Þór leigir íslenskan búning en Sif fallegan kjól. Þau kaupa bæði nærföt og skó. Lítil frændsystkin eru brúðarsveinn og -mey og föt þeirra eru leigð. Sif fer í förðun og greiðslu en Þór lætur sér nægja nýja klippingu. Bæði fara þau samt í brúnkumeðferð. Í kirkjunni leikur organisti brúðarmarsinn og þekkt söngkona syngur uppáhaldslögin þeirra. Þau aka til og frá kirkjunni í fallegum fornbíl. Gestum er boðið til veislu í sal en sleppa alveg við að hjálpa til í eldhúsinu því öll þjónusta er aðkeypt. Vel er gert við gestina og fá þeir forrétta- og steikarhlaðborð og freyðivínsfordrykk, hvítvín og rauðvín. Í eftirrétt er kaffi og konfekt og svo að sjálfsögðu brúðartertan. Hjónin nýbökuðu stíga svo brúðarvalsinn og meiri dans eitthvað fram eftir brúðkaupsnóttunni. Þau ætla að geyma sér brúðkaupsferðina og fara bara í gott frí seinna svo hún er ekki talin til kostnaðar. Þessi dagur með flestu því sem tilheyrir kostar þau hjónin 984.100 kr. Hér verður að taka fram að ekki nýta allir sér allt á þessum lista en þó eru ansi margir sem gera flest og því er ljóst að umtalsverðum upphæðum er varið til að innsigla ástina á hverju ári á Íslandi. Sumir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki hægt að staðfesta ástina með sama tilfinningahita en kannski fyrir aðeins minni peninga... Klæðnaður: leiga: brúðarkjóll 36.000 slör 5.000 kr. kóróna 3.000 íslenskur búningur á brúðgumann 7.900 brúðarmeyjakjóll 5.500 jakkaföt á strák 4.900 Kaup: korselett á hana 11.500 nærbuxur á hann 5.000 sokkar 1.800 skór 30.000 (bæði fá nýja brúðarskó) hringapúðar með nöfnum 4.300 samtals: 114.900 kr Förðun og hárgreiðsla: brúðargreiðslan, klipping og þvottur 9.500 airbrushförðun 3.500 kr. handsnyrting 4.600 kr. brúnka daginn áður 3.500x2 = 7.000 (miðað við að brúðhjónin fari bæði) brúðgumaklipping og strípur 7.200 kr. Samtals: 31.800 kr. Kirkjan: brúðarvöndur 10.000 kr. hringar 40.000 kr. kirkja 5.000 kr. prestur 9.000 kr. tónlist í kirkju: organisti 13.000 söngur 30.000 kr. Samtals: 107.000 kr Veislan: salur 40.000 kr. þjónusta 60.000 kr. áprentaðar servíettur 4.000 kr. matur 250.000 kr. drykkir 100.000 kr. brúðarterta 37.500 kr. hljómsveit 150.000 kr. Samtals:641.500 kr. Ýmislegt: boðskort: 60 kort á fallegum pappír, umslög og burðargjald 30.000 kr. myndataka: 43.900 kr fornbíll: 15.000 kr. Samtals: 88.900 kr. Alls: 984.100 kr.
Fjármál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira