Stjórnin sökuð um svik og pretti 5. júlí 2004 00:01 Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira