Flughræðsla mismunandi eftir kyni 5. júlí 2004 00:01 Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu. Heilsa Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun þýsks sálfræðings við háskólann í Leiden í Hollandi er flughræðsla kynjanna af ólíkum toga. Karlmenn eru flughræddir vegna þess að þeir eru ekki sjálfir við stjórnvölinn, fyrir utan að þjást frekar af lofthræðslu almennt. Konurnar eru hins vegar hræddar um að flugvélin hrapi og þjást meira af innilokunarkennd og hræðslu við að missa stjórn á sér meðan á fluginu stendur. Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu þjást af flughræðslu. Prófessor Lucas van Gerwen notaði 5.000 manna úrtak í rannsókn sinni og skiptir þeim sem þjást af flugfælni niður í fjóra hópa. Þeir sem voru minnst "fóbískir" voru karlmenn um 35 ára aldurinn. Ótti þeirra tengdist því aðallega að geta ekki sjálfir verið í flugstjórnarklefanum og haft stjórn á aðstæðunum. Í öðrum hópnum voru konur yngri en 35 ára, sem óttuðust mest að hryðjuverkamenn næðu vélinni á sitt vald. Þær voru líka hræddar við að missa algjörlega stjórn á sér og öskra af hræðslu. Konur á aldrinum 35-54 ára voru í hópi þrjú, en innilokunarkenndin var þeirra meginvandamál. Þær fengu köfnunartilfinningu um leið og dyr vélarinnar lokuðust og voru hræddar um að fá angistarköst um borð. Það sem kom þó á óvart var að langhræddast við að fljúga er fólk eldra en 54 ára, aðallega karlmenn. Þeir voru líka líklegastir til að láta flughræðsluna koma í veg fyrir að þeir flygju yfirleitt. Rannsóknir van Gerwens eru taldar geta komið að miklu gagni í meðferð við flughræðslu.
Heilsa Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira