Konur hverfa við hárblástur 5. júlí 2004 00:01 "Þetta eru málverk af sex merkiskonum," segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. "Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afrekskonur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birtast fróðleiksmolar um þær. Þessar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunnar um áratugaskeið þrátt fyrir afrekin." Konurnar hverfa einnig á sýningu Jóhönnu. "Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna." Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskvenna. "Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt," segir Jóhanna, "...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttindakonur síðari tíma hefðu ekki grafið þær upp." En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. "Þetta eru kjarnakonur og styrkur þeirra og meðvitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sögunni og á málverkunum." Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Þetta eru málverk af sex merkiskonum," segir myndlistarkonan Jóhanna Helga Þorkelsdóttir sem á föstudaginn opnaði allsérstaka sýningu í gallerí Klink og Bank. "Konurnar sem ég málaði eiga það sameiginlegt að vera afrekskonur og brautryðjendur á sínu sviði og með málverkunum birtast fróðleiksmolar um þær. Þessar konur þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum en flestar þeirra hurfu af spjöldum sögunnar um áratugaskeið þrátt fyrir afrekin." Konurnar hverfa einnig á sýningu Jóhönnu. "Ég bætti efnum út í málninguna sem gerir það að verkum að litirnir dofna ýmist eða hverfa þegar hiti beinist að þeim. Við hlið myndanna hanga sex hárblásarar sem áhorfendur geta beint að verkunum og þeir verða þá um leið gerendur að hvarfi þessara kvenna." Með þessu vill Jóhanna benda á ábyrgðina sem allir hafa á því að halda á lofti nöfnum merkiskvenna. "Það er mjög auðveldlega hægt að þurrka þessar konur út og blása þeim burt," segir Jóhanna, "...og margar þeirra væru öllum gleymdar ef kvenréttindakonur síðari tíma hefðu ekki grafið þær upp." En þó að áhorfendur geti blásið í burtu málverk Jóhönnu birtast konurnar aftur. "Þetta eru kjarnakonur og styrkur þeirra og meðvitund fólks í samfélaginu hjálpar þeim að birtast aftur, bæði í sögunni og á málverkunum."
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira