Smíðar úr og bíla 2. júlí 2004 00:01 Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi. Bílar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jón Hinrik Garðarsson, eða Jón úri eins og hann er kallaður af kunnugum, fékk snilldarhugmynd fyrir tíu árum sem tryggði honum viðskipti í allflestum auglýsinga- og kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið hérlendis. Hugmyndina fékk Jón þegar hann rak snjósleðaleigu við Langjökul og komst í kynni við kvikmyndafólk. "Breskt tökulið hafði hugsað sér að flytja inn til landsins sérhannaða bíla til að nota við upptökur á víkingamynd. Ég stakk þá upp á því að innrétta rútu með þeim útbúnaði sem nauðsynlegur væri og leigja þeim í stað þess að bílarnir yrðu fluttir inn. Öllum leist vel á hugmyndina og í kjölfarið hef ég leigt út innréttaðar rútur með eldhúsi, matsal, skrifstofu, förðunar- og búningaaðstöðu til auglýsingaverkefna og kvikmynda sem teknar eru upp á landinu," segir ævintýramaðurinn sem menntaði sig í úrsmíði og hlaut þannig viðurnefnið úri. "Ég hef alltaf sagt að sá sem getur smíðað það allra minnsta getur líka smíðað það allra stærsta." Jón keypti gamlar rútur og standsetti eftir þörfum. Rúturnar gera fólki kleift að kvikmynda á stöðum þar sem hvorki er vatn né rafmagn og hafa meðferðis rúmgóða aðstöðu þar sem hægt er að borða, farða eða sinna skrifstofustörfum. "Ég fékk nokkrar rútur hjá Sölunefnd varnarliðseigna, eina úr Kerlingarfjöllum og eina keypti ég í gömlu frystihúsi fyrir vestan. Svo hef ég verið að endurnýja og byggja og breyta en rúturnar eru ekki fólksflutningabílar." Á undanförnum árum hefur Ísland orðið vinsæll upptökustaður á erlendum auglýsingum, sérstaklega meðal bílaframleiðanda. Við tökur á slíkum auglýsingum eru notaðir svokallaðir shotmaker-bílar, eða pallbílar sem ætlaðir eru til myndatöku á ferð. Venjan var að kvikmyndatökulið flyttu þá inn því enginn slíkur var til á landinu. "Ég ákvað að gera betur og prófaði mig áfram með að byggja við venjulega pallbíla en fólk vildi þá ekki. Á endanum smíðaði ég bíl sem notaður hefur verið við allar bílaauglýsingar síðan. Þar á meðal fyrir Toyota, Mercedes Benz og Yamaha. Við hann má tengja krana fyrir myndatökuvél og vatnstank með dælu sem framleiðir rigningu á meðan bíllinn er á ferð." Jón á nú sjö rútur auk shotmaker-bílsins sem hann leigir til verkefna í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur einnig gegnt starfi sem "facility manager" í stórmyndum á borð við James Bond, Tomb Raider og Batman, sem teknar hafa verið upp á Íslandi.
Bílar Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira