Innlent

Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að færa megi rök fyrir því að setja skilyrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi. "Lögfræðinganefndin bendir á þau skilyrði, sem hún telur unnt að setja innan marka stjórnarskrárinnar. Ég ætla ekki að segja hvaða skilyrði verða sett en auðvelt er að rökstyðja að í það minnsta 44% kosningabærra manna verði að synja lagafrumvarpi með vísan til þess, að um 88% tóku þátt í alþingiskosningum," segir Björn. "Lögfræðingarnir benda á, að hvergi sé að finna sambærilega leið og hér er unnt að fara til þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá þjóðþingi, hér er það einn maður, sem hefur synjunarvald, almenna reglan í öðrum löndum er, að annað hvort ákveði þing að leita álits þjóðarinnar eða tilgreindur fjöldi kjósenda. 26. gr. stjórnarskrárinnar er illa úr garði gerð og flestir fræðimenn hafa talið, að henni yrði ekki beitt á þann veg, sem nú hefur verið gert. Allt rökstyður þetta þá kröfu að mínu mati, að sett séu ströng skilyrði um almenna þátttöku við framkvæmd ákvæðisins," segir Björn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×