Innlent

Hafnar hugmyndum um 75% þátttöku

Nefnd hinna vísu manna hafnar hugmyndum um aukinn meirihluta og 75% lágmarksþátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin svo atkvæðagreiðslan teljist gild. Nefndin telur að leita beri hóflegri leiða. Ríkisstjórnin skipaði starfshóp þriggja hæstaréttarlögmanna til að fara yfir fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og hvaða skilyrði ætti að setja þar. Nefndin kynnti niðurstöður sínar nú rétt fyrir hádegið. Að sögn Karls Axelssonar, formanns nefndarinnar, var um nokkuð flókið mál að ræða enda engin klár fordæmi sem hægt var að vísa í. Karl segir að nefndin hafi orðið sammála um að eðlilegt væri að setja einhver skilyrði varðandi afl atkvæða og kosningaþátttöku. Varðandi framkvæmd kosninganna segir Karl að líta megi til laga um alþingiskosningar og forsetakosningar. Hann segir að nefndin hafi talið eðlilegt að setja almennar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur fremur en að búa til sérstæk lög vegna fyrirhugaðarar þjóðaratkvæðagreiðslu sem væntanlega fer fram í ágúst. Þá bendir Karl á að ef fjölmiðlalögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eigi alveg eftir að skoða hvernig undið verður ofan af því að lögin hafa þegar tekið gildi og haft áhrif sem slík. Fjallað verður ítarlega um þetta mál í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hægt er að hlusta á fréttina og brot úr viðtali við Karl Axelsson með því að smella á myndina af hátalaranum við hlið fréttarinnar í fréttayfirlitinu.   Hægt er að lesa skýrsluna í heild með því að smella á þenna hlekk: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla_thjodaratkvaedi_DOC.doc



Fleiri fréttir

Sjá meira


×