Innlent

Skiljanleg afstaða

"Það er svosem ekki við öðru að búast, umhverfisráðuneytið er að færast til Sjálfstæðisflokksins og ég ímynda mér að sumir telji að ákveðið sé að ég víkji," segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra um niðurstöður könnunar Fréttablaðsins um hevr eigi að víkja þegar fækkar í ráðherraliði Framsóknarflokksins í haust. "Formaður flokksins hefur hinsvegar sagt að um þetta verði tekin sérstök ákvörðun og allir ráðherrarnir séu því jafn öruggir eða jafn óöruggir." Siv ítrekar vilja sinn til að vera áfram ráðherra en segist trúa að formaðurinn leggi það til sem hann telji sterkast fyrir flokkinn. Hún segir enn óljóst hvenær greint verður frá hver Framsóknarráðherranna víkur úr stjórninni og neitar því að óþægilegt sé að búa við óvissuna. "Ég hef búið við þetta í meira en ár og er orðin vön þessu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×