Ferðast aftur í tímann í Cambridge 23. júní 2004 00:01 Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Háskólaborgin Cambridge er nær Reykjavík en margan grunar. Bærinn er einungis hálftíma lestarferð frá Stanstead-flugvelli - sem þýðir aðeins rúmlega fjögurra tíma ferðalag fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta stutta ferðalag færir Íslending hins vegar langt aftur í tímann, sagan kallar við hvert fótmál. Þrátt fyrir að Cambridge sé mikill háskólabær er vel þess virði fyrir venjulegan ferðalang að bregða sér þangað til að upplifa breska stemningu eins og hún gerist best. Háskólabyggingarnar eru hverjar annarri fallegri og hægt að skoða þær velflestar utan prófatíma, þá er allt lokað og læst enda mikilvægt að nemendur getir einbeitt sér að náminu. Elsti háskólinn er frá miðöldum og síðan þá hafa þeir verið stofnaðir einn af öðrum. Ýmislegt er hægt að gera í Cambridge, hægt að rölta um göturnar og lifa sig inn í rómantískt andrúmsloftið eða bregða sér í bátsferð um ána Cam. Hún rennur um borgina og er vinsælt sport hjá háskólastúdentum er að stjaka sér niður ána á þartilgerðum bátum. Á enda bátsins er sléttur pallur þar sem sá sem stjakar stendur - berfættur ef hann er vanur. Hægt er að leigja bátana og spreyta sig í þessu sporti sjálfur - en tekið skal fram að það er reyndar ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Falleg þorp eru í nágrenni Cambridge og er hér sérstaklega mælt með heimsókn í þorpið Grantchester sem er í um hálftíma göngufjarlægð frá Cambridge, yfir bleika akra og slegin tún. Þar er fornfrægur testaður, the Orchard. Í garði staðarins er rómantískt að sitja og sötra te eins og Virginia Woolf og vinir hennar gerðu. Það má lesa í bækling sem er að finna á staðnum. Ástæðulaust er þó að óttast of mikið túristaflóð. Enn í dag er staðurinn vinsæll hjá Cambridge-stúdentum. Er prófum lýkur í júní er til að mynda vinsælt að ljúka gleðskapnum í morgunmat á The Orchard, morgunmat með jarðarberjum og kampavíni. Gagnlegar vefsíður: bedandbreakfasts-uk.co.uk hotels-england.co.uk/cambridge.htm Skemmtilegt að gera: Ganga til Grantchester, Fara á barinn The Eagle þar sem Watson og Crick sátu þegar þeir uppgötvuðu DNA. Rölta um bæinn. Sigla á ánni. sigridur@frettabladid.is
Ferðalög Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira