Svifflug fyrir alla 21. júní 2004 00:01 Á leiðinni austur frá höfuðborginni liggur vegurinn framhjá Sandskeiði þar sem oft má sjá hljóðlausar flugvélar á sveimi. Engan mótor er að finna í þessum vélum og því ekki talað um þær sem flugvélar heldur svifflugur. Fjölmargir stunda svifflug hér á landi þó svo ekki fari hátt um það en ef til vill er það sökum þess að hjóðlausar svifflugurnar draga ekki að sér mikla athygli er þær svífa um loftin. Svifflugfélag Íslands er með aðsetur sitt við Sandskeið og eftir tvö ár verður það sjötíu ára og er það elsta svifflugfélag Evrópu. "Allir eru velkomnir hingað til okkar á Sandskeið í prufu flug og tökum við á móti fólki öll kvöld þegar vel viðrar. Óþarfi er fyrir fólk að gera boð á undan sér," segir Kristján Sveinbjörnsson formaður Svifflugfélagsins og tvöfaldur Íslandsmeistari í svifflugi. "Það geta allir lært að fljúga svifflugu en lágmarksaldur er 15 ár til að fljúga einn án kennara en hægt að byrja námið aðeins 14 ára," segir Kristján sem kennir svifflug hjá félaginu við Sandskeið. "Margir hefja flugnám sitt á svifflugi og hefur það marga kosti í för með sér auk þess sem hægt er að hefja það á unga aldri. "Svifflug virkar þannig að svifflugan er toguð upp af spili eða flugvél í allt að 600 metra hæð. Best er þegar vindurinn blæs á fjöllin því þá er hægt að nota uppstreymið til að klifra og engin takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að haldast á lofti. Hún þarf ekki á uppstreymi að halda til að svífa en ef það er algert logn er ekki hægt að halda henni lengi á lofti og þá svífur hún fljótlega aftur til jarðar," segir Kristján, en svifflug segir hann vera íþrótt sem fólk þurfi ekki að óttast og auðvelt sé fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Þótt svifflug sé tímafrek íþrótt þá segir Kristján þetta vera það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tíma sinn og félagar hans í svifflugfélaginu taka undir þau orð allir sem einn auk þess sem þeir segja þetta mjög gott fyrir heilsuna því það losar um streitu. Flugmaðurinn sem er aleinn í loftinu og kyrrðinni lætur allt stress og áhyggjur líða úr sér í frelsinu sem fylgir því að svífa og þegar hann kemur aftur niður á jörðina svífur hann áfram innra með sér. Heilsa Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á leiðinni austur frá höfuðborginni liggur vegurinn framhjá Sandskeiði þar sem oft má sjá hljóðlausar flugvélar á sveimi. Engan mótor er að finna í þessum vélum og því ekki talað um þær sem flugvélar heldur svifflugur. Fjölmargir stunda svifflug hér á landi þó svo ekki fari hátt um það en ef til vill er það sökum þess að hjóðlausar svifflugurnar draga ekki að sér mikla athygli er þær svífa um loftin. Svifflugfélag Íslands er með aðsetur sitt við Sandskeið og eftir tvö ár verður það sjötíu ára og er það elsta svifflugfélag Evrópu. "Allir eru velkomnir hingað til okkar á Sandskeið í prufu flug og tökum við á móti fólki öll kvöld þegar vel viðrar. Óþarfi er fyrir fólk að gera boð á undan sér," segir Kristján Sveinbjörnsson formaður Svifflugfélagsins og tvöfaldur Íslandsmeistari í svifflugi. "Það geta allir lært að fljúga svifflugu en lágmarksaldur er 15 ár til að fljúga einn án kennara en hægt að byrja námið aðeins 14 ára," segir Kristján sem kennir svifflug hjá félaginu við Sandskeið. "Margir hefja flugnám sitt á svifflugi og hefur það marga kosti í för með sér auk þess sem hægt er að hefja það á unga aldri. "Svifflug virkar þannig að svifflugan er toguð upp af spili eða flugvél í allt að 600 metra hæð. Best er þegar vindurinn blæs á fjöllin því þá er hægt að nota uppstreymið til að klifra og engin takmörk fyrir því hversu lengi er hægt að haldast á lofti. Hún þarf ekki á uppstreymi að halda til að svífa en ef það er algert logn er ekki hægt að halda henni lengi á lofti og þá svífur hún fljótlega aftur til jarðar," segir Kristján, en svifflug segir hann vera íþrótt sem fólk þurfi ekki að óttast og auðvelt sé fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Þótt svifflug sé tímafrek íþrótt þá segir Kristján þetta vera það skemmtilegasta sem hægt er að gera við tíma sinn og félagar hans í svifflugfélaginu taka undir þau orð allir sem einn auk þess sem þeir segja þetta mjög gott fyrir heilsuna því það losar um streitu. Flugmaðurinn sem er aleinn í loftinu og kyrrðinni lætur allt stress og áhyggjur líða úr sér í frelsinu sem fylgir því að svífa og þegar hann kemur aftur niður á jörðina svífur hann áfram innra með sér.
Heilsa Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira