Menning

Grillað úti í náttúrunni

Ýmsum frumstæðum brögðum má beita til að gera matinn á grillinu gómsætari. Ef grillað er á ferðalögum er skemmtilegt að hafa augun opin og nota það sem hendi er næst. Maríneringar má útbúa úr nánast hverju sem er og lögurinn hefur skemmtileg áhrif á bragðið af kjötinu. Æskilegt er að láta kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir, jafnvel sólarhring, svo það verði meyrt og taki til sín bragðið. Gott er að setja kjötið ásamt maríneringunni í loftþétt plastílát og snúa því reglulega en plastpokar eru ágætis lausn líka. Í stað maríneringar má setja hvítvín, rauðvín, eplasafa, balsamedik, sítrónusafa eða annan góðan vökva í úðabrúsa og úða yfir kjötið á meðan það grillast. Það bætir bragðið og kjötið þornar síður. Ferskar kryddjurtir gefa grillkjötinu góðan keim og henta vel með kjúklingi, fiski og kjöti. Sniðugt er að skera raufir í vöðvana og fylla þá kryddjurtunum. Í útilegum eru ferskir bragðaukar á hverju strái. Birkilauf, lyng, blóðberg og aðrar jurtir úr náttúrunni gefa rammíslenskt bragð með lambakjöti. Tilvalið er að tína nokkrar hundasúrur í salatið með.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.