Hamlet kaupir tómata 14. júní 2004 00:01 "Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er," segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleikhúskeppni sem fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. "Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslumaður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkrar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkoman varð sú að frasarnir voru teknir úr kjörbúðinni en það sem gerðist á sviðinu var allt úr Hamlet." Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. "Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt," segir Bergur en auk þess að vera höfundur leikstýrði hann verkinu og fór á kostum á sviðinu. "Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi." Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar heldur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. "Þetta var frábært og litlu stelpurnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigurinn." Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það er hægt að færa Hamlet inn í hvaða aðstæður sem er," segir leikarinn Bergur Þór Ingólfsson en verk hans Hamlet Superstore fór með sigur úr býtum í dansleikhúskeppni sem fór fram í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. "Ég var einu sinni með upptökutæki á Lækjartorgi þegar afgreiðslumaður var að selja mér sokka og út úr því kom snilldarsamtal sem var eitthvað svo skemmtilega abstrakt. Það gerði mér ljóst að hrá samtöl af götunni geta verið mjög áhugaverð á sviði. Fyrir Hamlet Superstore setti ég nokkrar setningar í púkk, svo prófaði leikhópurinn sig áfram og útkoman varð sú að frasarnir voru teknir úr kjörbúðinni en það sem gerðist á sviðinu var allt úr Hamlet." Óhætt er að segja að Bergur hafi með þessum aðferðum hleypt nýju lífi í Hamlet Shakespeares en til dæmis var rætt um tómata þegar Hamlet gaf upp öndina á sviðinu og Geirþrúður spurðist fyrir um hvort hún mætti borga ellefu hluti á tíu hluta kassanum um leið og hún hjó höfuðið af Kládíusi. "Ég var búin að vinna handrit að verkinu og textinn var upphaflega allur beint upp úr umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Svo hitti ég hópinn og þá þróaðist verkið í þessa átt," segir Bergur en auk þess að vera höfundur leikstýrði hann verkinu og fór á kostum á sviðinu. "Ég hef ekki tekið þátt í dansleikhúsi fyrr en var kynnir á hátíðinni í fyrra og hef haft mikinn áhuga á þessu formi." Verk Bergs hlaut ekki einungis fyrstu verðlaun keppninnar heldur völdu áhorfendur Hamlet Superstore bestu sýninguna. "Þetta var frábært og litlu stelpurnar mínar eru enn að fagna en við fjölskyldan erum nú á leiðinni á hamborgarabúlluna hans Tomma til að halda upp á sigurinn."
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira