Áhrifavaldurinn í lífi Freuds 14. júní 2004 00:01 Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar. Höfundurinn er frá Hamburg, eins og Martha, og hefur víða leitað fanga, meðal annars í skjölum fjölskyldu Mörthu og bréfum Mörthu og Freuds en þau skipta hundruðum. Í ævisögunni er dregin upp mynd af líflegri konu sem var á undan samtíma sínum. Barnabarn Mörthu, Anton Freud, hefur fagnað útgáfu bókarinnar og sagt að amma sín hafi verið svo miklu meira en einungis eiginkona og húsmóðir. Kókaín sem gleðigjafiSigmund Freud var fátækur 25 ára læknastúdent þegar hann hitti hina tvítugu Mörthu Bernays. Það var ást við fyrstu sýn. Ein ástæða þess að Martha hreifst samstundis af Freud var að hann minnti hana á föður hennar sem lést þegar hún var 18 ára. Móður Mörthu var illa við samdrátt þeirra og taldi Freud ekki samboðinn dóttur sinni. Hún flutti frá Vín til Hamborgar með Mörthu til að reyna að sundra parinu. Þar bjó Martha í fjögur ár en þau Freud skrifuðust á og hittust einungis örsjaldan. Martha var hins vegar viljasterk og ætlaði sér að giftast Freud. Eftir að hún sneri aftur til Vínar trúlofuðu þau sig. Martha hafði mikinn áhuga á listum. Freud var afar afbrýðisamur og varaði Mörthu við öðrum karlmönnum og sérstaklega listamönnum sem hann sagði eiga auðvelt með að tæla konur. Hann notaði Mörthu sem eins konar tilraunadýr við rannsóknir sínar á kókaíni. Hann sagði kókaín hafa hressandi áhrif á sig og sendi henni skammta sem hann sagði myndu færa roða í kinnar henni. Martha svaraði og sagðist ekki þurfa á kókaíni að halda en hún hefði prófað það og það hefði verið ánægjuleg tilfinning. Hvorugt hjónanna varð háð kókaíni en Freud átti til að fá sér smáskammt fyrir mikilvæga fundi. Ævisagnahöfundurinn Katha Behling álítur að hefði Freud ekki hitt Mörthu hefði hann orðið vísindamaður og fullkomnað rannsóknir á læknismætti kókaíns. Sveppir helsta deiluefniðÁ fyrstu átta hjónabandsárum þeirra fæddi Martha sex börn. Freud var gagntekinn af starfi sínu sem sálkönnuður og það kom því í hennar hlut að ala upp börnin. Í rúmlega hálfrar aldar hjónabandi er sagt að eina ágreiningsefni þeirra hafi verið hvort elda ætti sveppi með stilkunum eða án þeirra. Freud reyndi að yfirfæra kenningar sínar á Mörthu og fór margsinnis fram á það að hún hætti að fela neikvæðar tilfinningar heldur leyfði sér að vera reið. En Mörthu fannst ekki við hæfi að sýna tilfinningar sínar opinskátt. Ævisagnaritari Mörthu segir að Freud hafi í rauninni verið feginn, í starfi sínu hefði hann séð svo mikla reiði að hann vildi ímynda sér að það ríkti engin reiði á heimili hans. Hann trúði því að Martha væri betri en heimurinn. Þótt Martha hefði átt sinn þátt í að Freud sneri sér að sálgreiningu vildi hún ekki vita of mikið um starf eiginmanns síns. Hún sagði frönskum sálfræðingi að sér fyndist það einkennilegt og lýsti því jafnvel sem klámfengnu. Systir Mörthu, Minna, bjó um tíma hjá hjónunum og hafði mikinn áhuga á starfi Freuds. Þau Freud voru svo náin að sögur komust á kreik um ástarsamband. Ævisagnahöfundur Freuds telur að samband Freuds og Minnu hafi verið djúpt en platónskt. LíknardrápÍ aprílmánuði 1923 frétti Martha af eiginmanni sínum á sjúkrahúsi. Hann hafði orðið var við æxli í munni sem var greint sem krabbamein og fór á sjúkrahús án þess að segja fjölskyldu sinni. Þetta var byrjunin á krabbameini sem þjáði Freud það sem hann átti eftir ólifað.Þegar herir Hitlers réðust inn í Austurríki urðu breytingar á högum fjölskyldunnar sem leitaði hælis í London. Martha var þá 77 ára gömul. Í september 1939 sneri hundur Freuds frá húsbónda sínum vegna þess að fýlan sem kom úr munni Freuds var honum óbærileg. Þessi litli atburður varð til þess að Freud ákvað að binda enda á líf sitt. Læknir Freuds samþykkti að gefa honum banvænan skammt af morfíni. Hann lést 23. september 1939. Martha lést árið 1951, níræð. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í Þýskalandi kom út á síðasta ári bókin Martha Freud: Die Frau des Genies eftir Katju Behling-Fischer. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ævisaga Mörthu, eiginkonu Sigmunds Freud, frægasta sálkönnuðar sögunnar. Höfundurinn er frá Hamburg, eins og Martha, og hefur víða leitað fanga, meðal annars í skjölum fjölskyldu Mörthu og bréfum Mörthu og Freuds en þau skipta hundruðum. Í ævisögunni er dregin upp mynd af líflegri konu sem var á undan samtíma sínum. Barnabarn Mörthu, Anton Freud, hefur fagnað útgáfu bókarinnar og sagt að amma sín hafi verið svo miklu meira en einungis eiginkona og húsmóðir. Kókaín sem gleðigjafiSigmund Freud var fátækur 25 ára læknastúdent þegar hann hitti hina tvítugu Mörthu Bernays. Það var ást við fyrstu sýn. Ein ástæða þess að Martha hreifst samstundis af Freud var að hann minnti hana á föður hennar sem lést þegar hún var 18 ára. Móður Mörthu var illa við samdrátt þeirra og taldi Freud ekki samboðinn dóttur sinni. Hún flutti frá Vín til Hamborgar með Mörthu til að reyna að sundra parinu. Þar bjó Martha í fjögur ár en þau Freud skrifuðust á og hittust einungis örsjaldan. Martha var hins vegar viljasterk og ætlaði sér að giftast Freud. Eftir að hún sneri aftur til Vínar trúlofuðu þau sig. Martha hafði mikinn áhuga á listum. Freud var afar afbrýðisamur og varaði Mörthu við öðrum karlmönnum og sérstaklega listamönnum sem hann sagði eiga auðvelt með að tæla konur. Hann notaði Mörthu sem eins konar tilraunadýr við rannsóknir sínar á kókaíni. Hann sagði kókaín hafa hressandi áhrif á sig og sendi henni skammta sem hann sagði myndu færa roða í kinnar henni. Martha svaraði og sagðist ekki þurfa á kókaíni að halda en hún hefði prófað það og það hefði verið ánægjuleg tilfinning. Hvorugt hjónanna varð háð kókaíni en Freud átti til að fá sér smáskammt fyrir mikilvæga fundi. Ævisagnahöfundurinn Katha Behling álítur að hefði Freud ekki hitt Mörthu hefði hann orðið vísindamaður og fullkomnað rannsóknir á læknismætti kókaíns. Sveppir helsta deiluefniðÁ fyrstu átta hjónabandsárum þeirra fæddi Martha sex börn. Freud var gagntekinn af starfi sínu sem sálkönnuður og það kom því í hennar hlut að ala upp börnin. Í rúmlega hálfrar aldar hjónabandi er sagt að eina ágreiningsefni þeirra hafi verið hvort elda ætti sveppi með stilkunum eða án þeirra. Freud reyndi að yfirfæra kenningar sínar á Mörthu og fór margsinnis fram á það að hún hætti að fela neikvæðar tilfinningar heldur leyfði sér að vera reið. En Mörthu fannst ekki við hæfi að sýna tilfinningar sínar opinskátt. Ævisagnaritari Mörthu segir að Freud hafi í rauninni verið feginn, í starfi sínu hefði hann séð svo mikla reiði að hann vildi ímynda sér að það ríkti engin reiði á heimili hans. Hann trúði því að Martha væri betri en heimurinn. Þótt Martha hefði átt sinn þátt í að Freud sneri sér að sálgreiningu vildi hún ekki vita of mikið um starf eiginmanns síns. Hún sagði frönskum sálfræðingi að sér fyndist það einkennilegt og lýsti því jafnvel sem klámfengnu. Systir Mörthu, Minna, bjó um tíma hjá hjónunum og hafði mikinn áhuga á starfi Freuds. Þau Freud voru svo náin að sögur komust á kreik um ástarsamband. Ævisagnahöfundur Freuds telur að samband Freuds og Minnu hafi verið djúpt en platónskt. LíknardrápÍ aprílmánuði 1923 frétti Martha af eiginmanni sínum á sjúkrahúsi. Hann hafði orðið var við æxli í munni sem var greint sem krabbamein og fór á sjúkrahús án þess að segja fjölskyldu sinni. Þetta var byrjunin á krabbameini sem þjáði Freud það sem hann átti eftir ólifað.Þegar herir Hitlers réðust inn í Austurríki urðu breytingar á högum fjölskyldunnar sem leitaði hælis í London. Martha var þá 77 ára gömul. Í september 1939 sneri hundur Freuds frá húsbónda sínum vegna þess að fýlan sem kom úr munni Freuds var honum óbærileg. Þessi litli atburður varð til þess að Freud ákvað að binda enda á líf sitt. Læknir Freuds samþykkti að gefa honum banvænan skammt af morfíni. Hann lést 23. september 1939. Martha lést árið 1951, níræð.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira