Ekki 75%-skilyrði 1944 13. júní 2004 00:01 Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan - Mörður Árnason Því hefur verið haldið fram, nú síðast í Viðskiptablaðinu, að lýðveldisatkvæðagreiðslan vorið 1944 hafi farið fram með skilyrðum um 75% kjörsókn. Þetta er rangt. Atkvæðagreiðslan, sem var bindandi, fór fram án skilyrða um kjörsókn. Aðeins var krafist einfalds meirihluta þeirra sem kusu. Sem kunnugt er svaraði þjóðin þá játandi merkilegustu spurningu 20. aldar á Íslandi: Átti að slíta tengslin við Danmörku og stofna Lýðveldið Ísland? Misskilningurinn sprettur sjálfsagt af því að í samningunum um fullveldið 1918 tókst Dönum að ná því inn að ekki væri hægt að segja upp samningnum nema með samþykki minnst ¾ kjósenda í atkvæðagreiðslu þar sem minnst ¾ atkvæðisbærra manna neyttu atkvæðisréttarins. Í ársbyrjun 1944 var hinsvegar ákveðið með ýmsum rökum að atkvæðagreiðslan yrði óháð þessum uppsagnarákvæðum. Lögskilnaðarmenn svokallaðir vildu virða ákvæðin en mikill meirihluti stóð á móti á þingi. Stjórnmálaflokkarnir bundust að lokum samtökum um að stuðla að sem allra mestri þátttöku, meðal annars til að ekki yrðu bornar brigður á hana í ljósi þessara ákvæða sambandslaganna, og til samkomulags var ákveðið að láta þessi ákvæði "liggja milli hluta". Í ályktun þingsins er ekkert á skilyrði minnst. Þetta má allt sjá í Alþingistíðindum frá 1944 (þingskjal 246, sjá einnig þskj. 70; umræður 14. og 18.–20. janúar). Þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944 var því haldin án formlegra skilyrða um kjörsókn eða meirihluta, á sama hátt um atkvæðagreiðslan um sambandslögin 1918. Það á raunar við um allar þjóðaratkvæðagreiðslurnar fimm sem fram hafa farið á Íslandi síðan 1908.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun