Viðskipti Sala á iPhone-símum hríðfellur í Kína Sala á iPhone-símum í Kína hefur dregist saman um 24 prósent fyrstu sex vikur ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Kína er einn stærsti markaður fyrirtækisins Apple sem framleiðir iPhone-símana. Viðskipti erlent 6.3.2024 14:05 Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. Viðskipti innlent 6.3.2024 14:00 Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. Viðskipti erlent 6.3.2024 12:42 N1 einn helsti bakhjarl KSÍ Fulltrúar N1 og KSÍ endurnýjuðu í gær samstarfssamning til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2027. Fyrsti samstarfssamningur N1 og KSÍ var undirritaður árið 2014 og felur nýi samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu. Samstarf 6.3.2024 12:37 Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. Viðskipti innlent 6.3.2024 12:28 „Algjör forsendubrestur í viðskiptasambandi okkar við Wok On“ Forsvarsmaður Gróðurhússins í Hveragerði segir að unnið sé að því að slíta viðskiptasambandi við veitingastaðinn Wok On, sem er í mathöll Gróðurhússins. Staðnum var lokað í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Viðskipti innlent 6.3.2024 11:33 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:42 Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:00 „Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg“ „Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg. Starfslýsing er upphafspunktur en ekki endapunktur,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri Stjórnendaráðgjafar Gallup. Atvinnulíf 6.3.2024 07:00 Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. Viðskipti innlent 5.3.2024 18:54 Facebook virkar á ný Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu. Viðskipti erlent 5.3.2024 15:30 Opnar Blush-verslun á Akureyri Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði. Viðskipti innlent 5.3.2024 14:36 Bezos tekur aftur fram úr Musk Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Viðskipti erlent 5.3.2024 11:53 Bein útsending: Niðurstöður könnunar um stöðu launafólks kynntar Varða – rannsóknarstofnun Vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu launafólks á Íslandi á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sem hefst klukkan 12. Viðskipti innlent 5.3.2024 11:16 Sigrún Helga og Birgir Örn í framkvæmdastjórn Skaga Sigrún Helga Jóhannsdóttir og Birgir Örn Arnarson hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Skaga, nýs móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Viðskipti innlent 5.3.2024 10:59 Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. Viðskipti innlent 5.3.2024 10:45 Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar. Samstarf 5.3.2024 10:03 Sebastiaan Boelen nýr fjármálastjóri Marel Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn í stöðu fjármálastjóra Marels og tekur við af Stacey Katz, sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tvö ár. Viðskipti innlent 4.3.2024 17:45 Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. Viðskipti erlent 4.3.2024 17:01 Fjórtán sagt upp í einu hópuppsögn mánaðarins Fjórtán manns var sagt upp í einu hópuppsögn til tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 4.3.2024 12:45 Leggja til Paul Horner í stað Brynjólfs Tilnefningarnefnd Arion banka leggur til að Paul Horner verði næsti stjórnarformaður bankans. Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum sem formaður eftir fimm ár í brúnni. Viðskipti innlent 4.3.2024 11:23 „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. Atvinnulíf 4.3.2024 07:00 „Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. Atvinnulíf 2.3.2024 10:00 ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. Viðskipti innlent 1.3.2024 17:06 Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Viðskipti innlent 1.3.2024 16:57 Fasteignafélag Festar fær nýtt nafn Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir. Viðskipti innlent 1.3.2024 13:50 Mun færri nýir bílar á götum landsins þetta árið Sala nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Samdrátturinn mælist 57,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð síðasta árs. Viðskipti innlent 1.3.2024 12:04 Bein útsending: Nóbelsverðlaunahafi um hagfræðina á 21. öldinni Forsætisráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir málþingi með Nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz í dag. Málþingið fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, og stendur frá klukkan 12 til 13:30. Sýnt er frá viðburðinum í beinni útsendingu. Viðskipti innlent 1.3.2024 11:15 Hástökk Alvotech fyrir bí Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi. Viðskipti innlent 1.3.2024 10:23 Frumsýning á nýjum Peugeot E-2008 rafbíl Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Í tilefni frumsýningarinnar fylgja Nokian gæða vetrardekk með seldum bílum á frumsýningunni. Samstarf 1.3.2024 10:06 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 334 ›
Sala á iPhone-símum hríðfellur í Kína Sala á iPhone-símum í Kína hefur dregist saman um 24 prósent fyrstu sex vikur ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Kína er einn stærsti markaður fyrirtækisins Apple sem framleiðir iPhone-símana. Viðskipti erlent 6.3.2024 14:05
Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. Viðskipti innlent 6.3.2024 14:00
Færeyingar fagna fiskflutningaþotu Boeing 757-fraktflutningaþota færeyska flugfélagsins FarCargo fékk hátíðlegar móttökur á Voga-flugvelli þegar hún lenti í fyrsta sinn í Færeyjum síðdegis í gær. Helstu ráðamenn eyjanna voru meðal gesta í móttökuathöfn, þeirra á meðal Aksel V. Johannessen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkis- og atvinnumálaráðherra, og fékk þotan heiðursbunu frá flugvallarslökkviliðinu þegar hún ók í hlað. Viðskipti erlent 6.3.2024 12:42
N1 einn helsti bakhjarl KSÍ Fulltrúar N1 og KSÍ endurnýjuðu í gær samstarfssamning til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2027. Fyrsti samstarfssamningur N1 og KSÍ var undirritaður árið 2014 og felur nýi samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu. Samstarf 6.3.2024 12:37
Með rekstur og fasteignir út um alla borg Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. Viðskipti innlent 6.3.2024 12:28
„Algjör forsendubrestur í viðskiptasambandi okkar við Wok On“ Forsvarsmaður Gróðurhússins í Hveragerði segir að unnið sé að því að slíta viðskiptasambandi við veitingastaðinn Wok On, sem er í mathöll Gróðurhússins. Staðnum var lokað í gær í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Viðskipti innlent 6.3.2024 11:33
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:42
Starfsfólki hefur fjölgað hjá Kerecis eftir söluna Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur nærri tvöfaldast á tólf mánuðum og framleiðslan vaxið. Framleiðslustjórinn segir fyrirtækið leggja mikla áherslu að styðja við samfélagið í bænum. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:00
„Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg“ „Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg. Starfslýsing er upphafspunktur en ekki endapunktur,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri Stjórnendaráðgjafar Gallup. Atvinnulíf 6.3.2024 07:00
Slíta samningi við Wok On Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag. Viðskipti innlent 5.3.2024 18:54
Facebook virkar á ný Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu. Viðskipti erlent 5.3.2024 15:30
Opnar Blush-verslun á Akureyri Gerður Huld Arinbjarnardóttir, betur þekkt sem Gerður í Blush, hyggst opna kynlífstækjaverslun á Akureyri á næstu vikum. Verslunin verður staðsett á Glerártorgi en þó í svolitlu næði. Viðskipti innlent 5.3.2024 14:36
Bezos tekur aftur fram úr Musk Jeff Bezos er aftur orðinn auðugasti maður heimsins. Hann hefur tekið aftur fram úr auðjöfrinum Elon Musk, sem náði efsta sæti á lista Bloomberg af Bezos haustið 2021. Virði Musks hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Viðskipti erlent 5.3.2024 11:53
Bein útsending: Niðurstöður könnunar um stöðu launafólks kynntar Varða – rannsóknarstofnun Vinnumarkaðarins mun kynna niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu launafólks á Íslandi á fundi í Þjóðmenningarhúsinu sem hefst klukkan 12. Viðskipti innlent 5.3.2024 11:16
Sigrún Helga og Birgir Örn í framkvæmdastjórn Skaga Sigrún Helga Jóhannsdóttir og Birgir Örn Arnarson hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Skaga, nýs móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Viðskipti innlent 5.3.2024 10:59
Play tekur flugið til Afríku Flugfélagið PLAY hefur hafið miðasölu til tveggja nýrra áfangastaða. Annars vegar til Marrakesh í Marokkó og hins vegar Madeira í Portúgal. Flug Play til Marrakesh verður áætlunarflugið milli Íslands og Afríku. Viðskipti innlent 5.3.2024 10:45
Miðaldra húsfrú á hálum ís - Polestar 3 reynsluakstur Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar. Samstarf 5.3.2024 10:03
Sebastiaan Boelen nýr fjármálastjóri Marel Sebastiaan Boelen hefur verið ráðinn í stöðu fjármálastjóra Marels og tekur við af Stacey Katz, sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tvö ár. Viðskipti innlent 4.3.2024 17:45
Apple sektað um 270 milljarða af ESB Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Apple um tvo milljarða dala vegna einokunar. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sagðir hafa beitt mætti þess til að kæfa samkeppni á sviði tónlistarstreymis. Viðskipti erlent 4.3.2024 17:01
Fjórtán sagt upp í einu hópuppsögn mánaðarins Fjórtán manns var sagt upp í einu hópuppsögn til tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 4.3.2024 12:45
Leggja til Paul Horner í stað Brynjólfs Tilnefningarnefnd Arion banka leggur til að Paul Horner verði næsti stjórnarformaður bankans. Brynjólfur Bjarnason lætur af störfum sem formaður eftir fimm ár í brúnni. Viðskipti innlent 4.3.2024 11:23
„Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ „Þau vildu ræða við kempurnar þrjár: Katrínu Jak, Elízu Reid og mig!“ segir Alma Dóra Ríkarðsdóttir og skellihlær. Enda vægast sagt skemmtileg saga sem fylgir því hvernig nýsköpunarfyrirtækið hennar og Sigurlaugar Guðrúnar Jóhannsdóttir sló í gegn í Hollandi fyrir stuttu. Atvinnulíf 4.3.2024 07:00
„Það er fátt skemmtilegra en að taka einn Tene dag“ Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri Flurekstrarsviðs Play og flugstjóri, segir fáa koma sér í betra skap en Sveppa og Pétur Jóhann. Skemmtilegasta eldamennskan er á föstudögum og eftir uppvaskið er það Gísli Marteinn. Að taka einn og einn dag í flugi til Tene er líka á topplistanum. Atvinnulíf 2.3.2024 10:00
ECIT Virtus kaupir bókhalds- og launaþjónustu PwC Bókhalds- og launaþjónusta PwC í Reykjavík hefur færst yfir til félagsins ECIT Virtus. Starfsemin verður héðan í frá rekin undir merkjum Virtus. Viðskipti innlent 1.3.2024 17:06
Verslun Guðsteins á Laugavegi lokar Miðborgarbúar gráta Herrafataverslun Guðsteins á Laugavegi sem hefur staðið hefur af sér tískustrauma nú í hartnær heila öld. Hún lokar eftir rúma viku. Einn af síðustu móhíkönunum er að hverfa. Viðskipti innlent 1.3.2024 16:57
Fasteignafélag Festar fær nýtt nafn Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir. Viðskipti innlent 1.3.2024 13:50
Mun færri nýir bílar á götum landsins þetta árið Sala nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Samdrátturinn mælist 57,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð síðasta árs. Viðskipti innlent 1.3.2024 12:04
Bein útsending: Nóbelsverðlaunahafi um hagfræðina á 21. öldinni Forsætisráðuneytið og menningar- og viðskiptaráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir málþingi með Nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz í dag. Málþingið fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, og stendur frá klukkan 12 til 13:30. Sýnt er frá viðburðinum í beinni útsendingu. Viðskipti innlent 1.3.2024 11:15
Hástökk Alvotech fyrir bí Fjórða daginn í röð lækkar verð á bréfum í Alvotech eftir hástökkið á mánudaginn þegar verðið hækkaði um ellefu prósent. Það er nú lægra en það var áður en matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti fyrirtækinu langþráð leyfi síðastliðna helgi. Viðskipti innlent 1.3.2024 10:23
Frumsýning á nýjum Peugeot E-2008 rafbíl Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Í tilefni frumsýningarinnar fylgja Nokian gæða vetrardekk með seldum bílum á frumsýningunni. Samstarf 1.3.2024 10:06