Viðskipti

Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans

,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“

Viðskipti innlent

Fimm algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum segja 71% starfsfólks, að það myndi frekar kjósa lægri laun en að vera í starfi sem það væri óánægt í. Þá sýna rannsóknir að algengustu ástæður þess að fólk segir upp og hættir í starfi, eru ekki laun, heldur ýmiss önnur atriði.  

Atvinnulíf

Bein útsending: Léttum lífið

Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Viðskipti innlent

Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið

„Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða.

Atvinnulíf

Sviðum fækkað og nýir starfs­menn ráðnir

Nýtt svið iðnaðar og hugverka hefur verið sett á laggirnar hjá Samtökum iðnaðarins en með skipulagsbreytingunum hefur sviðum verið fækkað úr þremur í tvö.Nýtt svið iðnaðar og hugverka hefur verið sett á laggirnar hjá Samtökum iðnaðarins en með skipulagsbreytingunum hefur sviðum verið fækkað úr þremur í tvö.

Viðskipti innlent

Getur hjálpað mikið að hætta á Facebook

Facebook hefur vinninginn sem sá samfélagsmiðill sem flestir nota, en þó eru Instagram, Snapchat, Twitter eða TikTok líka mjög vinsælir samfélagsmiðlar. Að nota samfélagsmiðla frá morgni til kvölds, er fyrir löngu orðið að svo miklum vana hjá fólki að tilhugsunin um lífið án samfélagsmiðla er fyrir suma nánast óbærileg.

Atvinnulíf

Fyrsta skóflustungan tekin að nýju húsi Ölgerðarinnar

Forsvarsmenn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. tóku í morgun fyrstu skóflustunguna að nýju 1.700 fermetra húsnæði fyrirtækisins. Fjárfesting í húsnæðinu er vel á annan milljarð króna og vill Ölgerðin sýna skýran vilja til að halda framleiðslu sinni áfram hér á landi um ókomna framtíð, samkvæmt tilkynningu.

Viðskipti innlent

Sylvía Kristín nýr stjórnarformaður Íslandssjóða

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmadstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo, hefur tekið við stjórnarformennsku í Íslandssjóðum, elsta sjóðstýringarfyrirtæki Íslands. Félagið er í eigu Íslandsbanka. Hún tekur við stöðunni af Tönyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech.

Viðskipti innlent

Fyrrverandi pítsusendill verður forstjóri

Magnús Hafliðason hefur verið ráðinn sem forstjóri Domino's Pizza á Íslandi. Tekur hann við af Birgi Erni Birgissyni, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2011. Magnús hefur sinnt flestum störfum innan Domino's í gegnum árin en hann hóf fyrst störf þar árið 1999 sem pítsusendill.

Viðskipti innlent