Ballið búið hjá Bónus á Korputorgi eftir áralangar deilur Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2021 14:47 Þessi mynd er af röð sem myndaðist þegar Bónus var fyrst opnað á Korputorgi árið 2009. Vísir/Bónus Bónusversluninni að Korputorgi var lokað í gær þar sem ekki tókst að endurnýja leigusamning. Verslunin bauð 30 prósent afslátt af öllum vörum til þess að auðvelda rýmingu. Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss ástæðu lokunarinnar vera að leigusamningur milli Haga hf., eiganda Bónuss, og eigenda Korputorgs sé útrunninn. Reynt hafi verið að fá hann framlengdan en eigendur hússins, ÍSAM, hafa aðrar áætlanir fyrir framtíð hússins. ÍSAM hefur ákveðið, að sögn Guðmundar, að koma starfsemi sinni undir eitt þak á Korputorgi. Nú þegar hefur starfsemi Myllunnar og Frón verið færð á torgið. Töpuðu dómsmáli Guðmundur segir aðdraganda lokunarinnar hafa verið tæp þrjú ár. Hagar töldu sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta Korputorgs sem hýsti Bónus vegna ákvæðis í leigusamningi. Hagar höfðuðu dómsmál árið 2017 þar sem félagið taldi að forkaupsréttur þeirra hafi verið virtur að vettugi þegar nýjir eigendur eignuðust Korputorg. Guðmundur segir að sér finnist hreint ótrúlegt að Hagar hafi tapað málinu og þar með forkaupsrétti sínum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt sem dæmdi seljendum Korputorgs í vil líkt og héraðsdómur og Landsréttur. Guðmundur segir að rekstur verslunarinnar á Korputorgi hafi gengið vel og því sé leiðinlegt að þurfa að loka henni. Þrettán starfsmenn hafi starfað í versluninni en þeim verði fundin önnur störf innan fyrirtækisins og engum verði sagt upp. Fá ekki að færa matvöruleyfi Guðmundur segir að Högum standi til boða húsnæði nálægt Korputorgi sem myndi henta starfsemi Bónuss. Hingað til hefur flutningurinn strandað á því að ekki fæst leyfi hjá Reykjavíkurborg til að færa matvöruleyfi frá Korputorgi yfir á nýtt húsnæði. Guðmundur segist þó vera vongóður um að leyfi fáist fljótlega og að Bónus muni geta opnað nýja verslun innan tíðar á svæðinu. Tugir biðu fyrir utan í gærmorgun Guðmundur segir að mikið hafi verið að gera í versluninni í gær og að meira og minna allt sé búið. Áður en búðin opnaði í gærmorgun höfðu tugir manna safnast saman fyrir utan búðina að sögn Guðmundar. „Þetta tók fljótt af,“ segir hann og vísar til þess að búðin hafi nánast tæmst á stuttum tíma. Ef èg hefði vitað að ég myndi eyða næst seinasta sumarfrísdeginum mínum í lengstu Bónusferð sem ég hef farið í. (þar sem allt er á 30% afslætti), Þá hefði ég frekar fórnað fríinu. Ætli ég þurfi að fara í sóttkví eftir þessa ferð?— Gisli Berg (@gisliberg) August 5, 2021 Aðspurður segir Guðmundur að það hafi verið nokkur fórnarkostnaður að bjóða 30 prósenta afslátt af öllum vörum þegar búðinni var lokað. Hann segir þó að bæði neytendur og fyrirtækið græði á því. „Kúnninn er í raun að hjálpa að tæma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann sig geta dregið lærdóm af rýmingarsölunni. „Ef varan selst ekki á 30% afslætti, á hún þá heima í vöruvali Bónuss?“ veltir hann fyrir sér. Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00 Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss ástæðu lokunarinnar vera að leigusamningur milli Haga hf., eiganda Bónuss, og eigenda Korputorgs sé útrunninn. Reynt hafi verið að fá hann framlengdan en eigendur hússins, ÍSAM, hafa aðrar áætlanir fyrir framtíð hússins. ÍSAM hefur ákveðið, að sögn Guðmundar, að koma starfsemi sinni undir eitt þak á Korputorgi. Nú þegar hefur starfsemi Myllunnar og Frón verið færð á torgið. Töpuðu dómsmáli Guðmundur segir aðdraganda lokunarinnar hafa verið tæp þrjú ár. Hagar töldu sig eiga forkaupsrétt að þeim hluta Korputorgs sem hýsti Bónus vegna ákvæðis í leigusamningi. Hagar höfðuðu dómsmál árið 2017 þar sem félagið taldi að forkaupsréttur þeirra hafi verið virtur að vettugi þegar nýjir eigendur eignuðust Korputorg. Guðmundur segir að sér finnist hreint ótrúlegt að Hagar hafi tapað málinu og þar með forkaupsrétti sínum. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt sem dæmdi seljendum Korputorgs í vil líkt og héraðsdómur og Landsréttur. Guðmundur segir að rekstur verslunarinnar á Korputorgi hafi gengið vel og því sé leiðinlegt að þurfa að loka henni. Þrettán starfsmenn hafi starfað í versluninni en þeim verði fundin önnur störf innan fyrirtækisins og engum verði sagt upp. Fá ekki að færa matvöruleyfi Guðmundur segir að Högum standi til boða húsnæði nálægt Korputorgi sem myndi henta starfsemi Bónuss. Hingað til hefur flutningurinn strandað á því að ekki fæst leyfi hjá Reykjavíkurborg til að færa matvöruleyfi frá Korputorgi yfir á nýtt húsnæði. Guðmundur segist þó vera vongóður um að leyfi fáist fljótlega og að Bónus muni geta opnað nýja verslun innan tíðar á svæðinu. Tugir biðu fyrir utan í gærmorgun Guðmundur segir að mikið hafi verið að gera í versluninni í gær og að meira og minna allt sé búið. Áður en búðin opnaði í gærmorgun höfðu tugir manna safnast saman fyrir utan búðina að sögn Guðmundar. „Þetta tók fljótt af,“ segir hann og vísar til þess að búðin hafi nánast tæmst á stuttum tíma. Ef èg hefði vitað að ég myndi eyða næst seinasta sumarfrísdeginum mínum í lengstu Bónusferð sem ég hef farið í. (þar sem allt er á 30% afslætti), Þá hefði ég frekar fórnað fríinu. Ætli ég þurfi að fara í sóttkví eftir þessa ferð?— Gisli Berg (@gisliberg) August 5, 2021 Aðspurður segir Guðmundur að það hafi verið nokkur fórnarkostnaður að bjóða 30 prósenta afslátt af öllum vörum þegar búðinni var lokað. Hann segir þó að bæði neytendur og fyrirtækið græði á því. „Kúnninn er í raun að hjálpa að tæma,“ segir Guðmundur. Þá segir hann sig geta dregið lærdóm af rýmingarsölunni. „Ef varan selst ekki á 30% afslætti, á hún þá heima í vöruvali Bónuss?“ veltir hann fyrir sér.
Reykjavík Neytendur Verslun Tengdar fréttir Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00 Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Hagar telja sig eiga forkaupsrétt á húsnæði Bónuss á Korputorgi. Móðurfélag Ísam keypti fasteignafélagið í október í fyrra en Hagar hafa stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eigendum verslunarkjarnans fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 5. maí 2017 07:00
Hagar áttu ekki forkaupsrétt á Korputorgi Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs. 12. júní 2020 17:57