Viðskipti innlent

Play mætt á aðalmarkað Kauphallar

Í dag hefjast viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll en Fly Play hf. er 25. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nastaq Nordic í ár að því er segir í tilkynningunni.

Viðskipti innlent

Meiri harka í fram­kvæmdum en áður og fleiri mál fyrir dóm

Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, segir hlutverk eftirlitsaðila við framkvæmdir jafn stórt og þess sem hannar framkvæmdina. Hann segir algengara nú en áður að mál fari fyrir dómstóla þegar eitthvað kemur upp við framkvæmd. Reynir fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Viðskipti innlent

Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfis­lausrar Airbnb út­­leigu

Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur.

Viðskipti innlent

Gjald­þrotið nam 780 milljónum króna

Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila.

Viðskipti innlent

Play í Kaup­höllina

Kauphöllin hefur samþykkt umsókn flugfélagsins Play um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutabréf félagsins verða tekin til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland á fimmtudaginn en þau hafa hingað til verið á First north markaðnum.

Viðskipti innlent

Skemmti­staðurinn 22 opnaður á nýjan leik

Eftir átján ára hlé hefur skemmtistaðurinn 22 verið opnaður á nýjan leik á horni Laugavegs og Klapparstígs. Staðurinn verður samrekinn Kiki queer club, sem er á efri hæð hússins. Margrét Erla skemmtanastjóri segir hinseginsamfélagið hafa vantað rólegan bar, til viðbótar við dansklúbbinn Kiki.

Viðskipti innlent

Starbucks kemur til Ís­lands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Viðskipti innlent

Á von á nokkrum til­boðum í næstu viku

Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús WOKON ehf., segir fjölmarga hafa sýnt rekstrinum áhuga og lýst yfir vilja til að kaupa annað hvort alla staðina eða einstaka staðsetningar. Hann á von á nokkrum tilboðum í næstu viku, og stefnir að því að taka afstöðu til þeirra fyrir lok vikunnar.

Viðskipti innlent

Þóra frá VIRK til Visku

Þóra Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Visku og hefur störf hjá félaginu síðla hausts. Þóra hefur í ellefu ár starfað sem ráðgjafi hjá VIRK - starfsendurhæfingu. 

Viðskipti innlent

Frið­björn tekur við Unimaze

Friðbjörn Hólm Ólafsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze. Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlum, að því er segir í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Að­stoðar­for­stjóri Play hættur

Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra.

Viðskipti innlent

Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2024 var 5,5 milljarðar, samanborið við 7,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 9,9 milljarðar, samanborið við 13,4 milljarða fyrstu sex mánuði 2023. Bankastjóri segir margt gott í uppgjöri bankans þrátt fyrir að arðsemismarkmiði hafi ekki verið náð.

Viðskipti innlent

Bar­átta Seðla­bankans löngu töpuð

„Það er löngu orðið ljóst að stefna Seðlabankans til að „berjast“ við verðbólguna er löngu töpuð og morgunljóst að aðferðafræði þeirra við að hafa stýrivexti hér í tæpum 10% hefur beðið algjört skipbrot.“ Þetta sagði Vilhjálmur Birgisson í færslu á Facebook í dag. Hann var einnig gestur í Reykjavík síðdegis, þar sem hann sagði háa stýrivexti Seðlabankans fóðra verðbólguna.

Viðskipti innlent