Viðskipti innlent

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent

Magnús skákar Árna Oddi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021.

Viðskipti innlent

Stytta af­greiðslu­tímann í Árbæ vegna mann­eklu

Afgreiðslutími líkamsræktarstöðvar World Class í Árbæ mun styttast frá og með í næstu viku. Mun stöðin loka klukkan 20 á virkum dögum í stað klukkan 22 og klukkan 13 á laugardögum í stað klukkan 16. Þá verður stöðin lokuð á sunnudögum en var áður opin til klukkan 13 þá daga.

Viðskipti innlent

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent

Skráð at­vinnu­leysi minnkaði í júlí

Skráð atvinnuleysi var 3,2% í júlímánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá júní. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 396 frá júnímánuði. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni breytast lítið í ágúst og verða á bilinu 3,0% til 3,4%.

Viðskipti innlent

Elmar til Ísafold Capital Partners

Elmar Eðvaldsson hefur gengið til liðs við sjóðsstýringafyrirtækið Ísafold Capital Partners hf. en hann starfaði áður sem sjóðsstjóri í eignastýringu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 

Viðskipti innlent

Öllum sagt upp hjá Fagus

Öllum átta starfsmönnum trésmiðjunnar Fagus í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp störfum. Fagus er í eigu Bitter ehf., móðurfélags Parki Interiors og býðst starfsfólki að þiggja önnur störf hjá móðurfélaginu eða vinna uppsagnarfrest.

Viðskipti innlent

Falur körfuboltamaður til Advania

Falur Harðarson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður rafrænna viðskipta og skólalausna hjá Advania. Hann kemur frá Samkaupum þar sem hann hefur starfað í þrettán ár, fyrst sem mannauðsstjóri og frá 2018 sem forstöðumaður rekstrar- og mönnunardeildar.

Viðskipti innlent

Ís­flix-menn hættu við 200 milljóna fjárfestingu

Draumurinn um íslensku efnisveituna Ísflix, sem upphaflega átti að ýta úr vör árið 2019, er úti. Fjölmiðlamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm voru hvatamenn að verkefninu og sögðu það borgaralega efnisveitu sem væri „svona aðeins til hægri“ á hinu pólitíska rófi. 

Viðskipti innlent