Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Kína ekki verið minni í 25 ár

Hagvöxtur í Kína á síðasta ári var 6,9 prósent, samanborið við 7,3 prósent árið áður. Vöxturinn í fyrra var sá hægasti í landinu í tuttugu og fimm ár. Vöxtur kínversks efnahagslíf skiptir gríðarlegu máli fyrir fjárfesta um allan heim og því eru menn á nálum yfir því að vélin sé að hægja á sér.

Viðskipti erlent

Óværð á mörkuðum fyrstu viku ársins

Kauphöllum í Kína var lokað tvisvar í vikunni og lækkuðu hlutabréf um allan heim. Íslenskt efnahagslíf er ekki ónæmt fyrir ástandi heimsmála að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, en aðrir þættir eins og olíuverð hafi áhrif.

Viðskipti erlent

The Force Awakens orðin tekjuhæst í Ameríku

Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, er orðin tekjuhæsta kvikmynd sögunnar í Bandaríkjunum og Kanada. Áfanginn náðist á í gær þegar tekjur af miðasölu fóru yfir rúma 760 milljónir dollara en það met átti áður myndin Avatar.

Viðskipti erlent

Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.

Viðskipti erlent