Viðskipti erlent

Skyldaðir til að bera vitni

Hæstiréttur í Danmörku hefur úrskurðað að þrír starfsmenn danska fjármálaeftirlitsins geti ekki falið sig á bak við þagnarskyldu. Þeir verði að bera vitni í málinu gegn Roskilde Bank sem varð gjaldþrota 2008.

Viðskipti erlent

GoPro ræðst í niðurskurð

GoPro hyggst reka fimmtán prósent starfsmanna sinna og loka afþreyingardeild fyrirtækisins. Fyrirtækið, sem skilar ekki hagnaði, mun þannig skera niður um 200 störf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu sem GoPro sendi frá sér í gær.

Viðskipti erlent

Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft

Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of War­craft gull.

Viðskipti erlent

Innreið tölvuleikja í Facebook Messenger

Instant Games nefnist nýjasta viðbótin við skilaboðaforritið Face­book Messenger. Með uppfærslunni verður hægt að keppa við þá sem maður spjallar við í tölvuleikjum á borð við Pac-Man, Galaga, Words with Friends og Space Invaders.

Viðskipti erlent

SpaceX skýtur upp gervihnetti

SpaceX, geimkönnunarfyrirtæki Elon Musk, hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum um að skjóta svokölluðum SWOT-gervihnetti geimvísindastofnunarinnar NASA á loft árið 2021. Gervihnöttinn á að nýta til þess að gera hæðarkort af höfum heimsins.

Viðskipti erlent

Laun ríkra hækkað mest frá kreppunni

Launamisræmi er í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri skýrslu OECD. Munur milli hæstu og lægstu launa er mestur í Síle meðal OECD-landa og minnstur á Íslandi. Launamismunur hefur aukist víða en hefur dregist saman á Íslandi.

Viðskipti erlent

Shazam fyrir skófatnað

Breska fyrirtækið Happy Finish vinnur að útgáfu snjallsímaforrits að nafni Shoegazer sem mun gera neytendum kleift að beina myndavél síma sinna að skóm og fá þá upplýsingar um viðkomandi skó.

Viðskipti erlent