Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og varð lækkunin í sumum tilfellum töluverð, til dæmis hjá japanska Mizuho-bankanum sem lækkaði um tæp níu prósent. Þá lækkuðu bréf námafyrirtækisins Billington um rúm fjögur prósent í kjölfar verðlækkunar á olíu og kopar.

Viðskipti erlent

Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum

Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum“.

Viðskipti erlent

Bretland gæti þurft á aðstoð AGS að halda

Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn.

Viðskipti erlent

Ekki eyða um efni fram

Með hunrdað milljóna punda auð í vasanum er Simon Cowell líklega síðasti maðurinn sem þú vilt heyra gefa ráð um hvernig megi sigrast á efnahagskreppunni. Fyrir tuttugu árum missti Simon sig hinsvegar aðeins í lántökum og í kjölfarið missti hann húsið sitt, spariféð og Porche bifreið sína. Það má því segja að hann geti samsvarað sér með illa stöddum almúganum sem fylgist með sjónvarpsþáttum hans.

Viðskipti erlent

Kröfuhafar í þrotabú Sterling fá ekkert

Kröfuhafar í þrotabú Sterling flugfélagsins í Danmörku fá ekkert upp í kröfur sínar. Á vefsíðunni business.dk segir að þeir smáaurar sem fundust á kistubotni félagsins fari í að greiða upp í kröfur frá ábyrgðasjóði launa í Danmörku.

Viðskipti erlent

Asíubréf hækka í kjölfar hækkunar vestra

Asísk hlutabréf hækkuðu í verði í morgun og er þetta fimmti dagurinn í röð sem hækkun verður á mörkuðum í Asíu. Hækkanirnar fylgja hækkunum á Wall Street síðustu daga en sérfræðingar segja þetta þó ekki einskær merki um að efnahagsástand heimsins sé að batna að ráði. Fjárfestar séu hins vegar vongóðir og séu nú farnir að taka aukna áhættu á ný eftir hrunið.

Viðskipti erlent

Svaraði fyrir milljóna dala bónusgreiðslur

Einn stjórnenda AIG, trygginga- og fjárfestingafélagsins, varði ákvörðun félagsins um að greiða starfsmönnum 165 milljónir bandaríkjadala í bónusgreiðslur. Hann sagði að greiðslurnar hefðu verið nauðsynlegar til þess að halda starfsfólki í vinnu. Maðurinn, sem heitir Stephen L. Blake og er

Viðskipti erlent

Enn hækka hlutabréf í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir að jákvæðar fréttir af efnahagsmálum bárust frá Bandaríkjunum, þar á meðal þær að björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar væru hugsanlega farnar að bera árangur og ýta við efnahagslífinu.

Viðskipti erlent

Goodwin á von á meiri hremmingum

Hópur sem segist standa að baki árás á heimili fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland í Edinborg í nótt segir það bara byrjunina. Hann og aðrir stjórnendur breskra banka í kröggum hafi skammtað sér fé og lifi í munaði meðan venjulegt fólk þjáist og eigi því að fara í steininn.

Viðskipti erlent

Wall Street á uppleið

Helstu vísitölur á Wall Street hækkuðu í dag. Er ástæðan rakin til hækkunar verðs á fasteignum og öðrum vörum sem þykir benda til þess að nú sé að draga úr niðursveiflunni. Dow Jones hækkaði um 1,17%, S&P 500 hækkaði um 0,96% og Nasdaq hækkaði um 0,82%.

Viðskipti erlent

Áformað að lækka stýrivexti í 1% í Noregi í vor

Bankastjórn seðlabanka Noregs, Norges Bank, kom öllum að óvörum í morgun með því að segja að bankinn áformaði að lækka stýrivexti niður í 1% í vor. Þetta kom fram í umræðum um þá ákvörðun bankans að lækka vextina niður í 2% í dag eða um hálft prósentustig.

Viðskipti erlent

Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis

Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður.

Viðskipti erlent