Viðskipti erlent

Sér glitta í vonarneista í hagkerfinu

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagðist sjá glitta í vonarneista í efnahag landsins. Þetta sagði hann á fundi með háskólanemum við Georgetown University í dag. Hann varaði menn þó við að botninum væri þegar náð.

Viðskipti erlent

Hlutabréf í Royal Unibrew rjúka upp í verði

Mikill skriður hefur verið á verði hlutabréfa í bruggverksmiðjunum Royal Unibrew í kauphöllinni í Kauðmannahöfn í morgun. Hefur verðið á bréfunum hækkað um 22% m.v. stöðuna á þeim fyrir páska. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut.

Viðskipti erlent

Bjartsýni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum

Nokkur bjartsýni ríkir á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Það skýrist af afkomutölum bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs, sem var talsvert betri en spár gerðu ráð fyrir. Helst eru það fjármálafyrirtæki sem draga vísitölur á mörkuðunum upp.

Viðskipti erlent

Goldman Sachs fyrsti bankinn á leið út úr kreppunni

Goldman Sachs skilaði hagnaði upp á 1,8 milljarða dollara eða rúmlega 200 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Er þetta uppgjör töluvert umfram væntingar sérfræðinga og virðist Goldman vera fyrsti bandaríski bankinn sem er að komast út úr fjármálakreppunni.

Viðskipti erlent

Útrásarvíkingarnir sjást ekki á Íslandi

Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag.

Viðskipti erlent

Skilanefndin og Tchenguiz deila um Somerfield

Skilanefnd Kaupþings og breski auðkýfingurinn Robert Tchenguiz eiga nú í deilum um hvernig skipta eigi söluverði verslunarkeðjunnar Somerfield. Þetta kemur fram í the Observer í dag. Kaupþing og Tchenguiz áttu hlut í Somerfield en verslunarkeðjan var seld í mars fyrir tæplega 30 milljarða króna.

Viðskipti erlent

Ódýrara að kaupa nýjan bíl heldur en notaðan

Í Bretlandi eru nú sumar bifreiðar ódýrari heldur en notaðar. Þetta er þó mismunandi eftir tegundum. Fjármálakreppan hefur haft þessi áhrif. Neytendur geta sparað allt að 1000 pund eða rúmlega 190 þúsund íslenskar krónur ef þeir kaupa nýja bifreið í stað bifreiðar sem búið er að aka nokkur þúsund kílómetra.

Viðskipti erlent

Samrunaviðræður Yahoo og Microsoft hafnar að nýju

Viðræður um samruna Yahoo og Microsoft eru hafnar á nýjan leik en upp úr slitnaði í maraþonviðræðum stjórnenda fyrirtækjanna um samruna þeirra í lok síðasta árs. Jerry Yang, fyrrum forstjóri Yahoo, var þá sakaður um að hafa verið helsti þröskuldurinn sem Microsoft komst ekki yfir þegar fyrirtækið gerði tilboð í Yahoo.

Viðskipti erlent

Beðnir um að lækka eigin laun

Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn banka- og tryggingarstofnana í Kína hafa verið beðnir um að lækka eigin laun til að draga úr bilinu á milli þeirra og almennra launamanna í landinu.

Viðskipti erlent

Kaupþing dottið af lista Forbes

Kaupþing banki, sem var í 593 sæti á lista Forbes, yfir stærstu 2000 fyrirtæki heims í fyrra er dottinn út af listanum. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hrundi bankinn í október og enn hefur ekki tekist að ljúka við gerð efnahagsreiknings hans að nýju.

Viðskipti erlent

Tchenquiz að missa kráarkeðju

Athafnamaðurinn Robert Tchenguiz, sem fékk hundruði milljarða lánaða frá Kaupþingi, er nú við það að missa kráarkeðjuna Globe Pub Company. Ástæðan er að skuldabréf að verðmæti 44 milljarðar er gjaldfallið þar sem kráarkeðjan hefur brotið lánaskilmála.

Viðskipti erlent

Lánshæfi sjóðs Buffetts fellur

Moody's hefur lækkað lánshæfismat Berkshire Hathaway, fjárfestingasjóð Warrens Buffet, um tvo stig úr AAA í Aa2. Þetta kemur í kjölfarið á versta afkomuári sjóðsins frá því Buffet eignaðist hann árið 1965.

Viðskipti erlent

Lækkanir í Kauphöllinni í dag

Ekkert félag hækkaði í Kauphöll Íslands í dag. Hinsvegar lækkuðu fjögur félög en Century Aluminum lækkaði mest allra og féll um 7,47%. Þá lækkaði Marel um 0,85% og Bakkavör um 0,79%. Össur lækkaði einnig um 0,44%.

Viðskipti erlent

Lækkun í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun en japanska jenið styrktist um leið töluvert gagnvart dollar og evru. Asíuvísitala Morgan Stanley lækkaði um hálft prósent en japanska Nikkei-vísitalan féll um 0,1 prósent í viðskiptum dagsins.

Viðskipti erlent

Scotland Yard tapaði 30 milljónum punda í Landsbankanum

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar.

Viðskipti erlent

Iceland vill fleiri Woolworths verslanir

Engan bilbug er að finna á forsvarsmönnum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Baugur átti stóran hlut í keðjunni sem nú hefur færst á forræði Landsbankans og Glitnis en stofnandi Iceland, Malcolm Walker, segist áforma að opna enn fleiri verslanir.

Viðskipti erlent