Viðskipti erlent

FIH bankinn sækir um 37 milljarða ríkisaðstoð

FIH bankinn í Danmörku hefur sótt um 1,7 milljarða danskra kr. aðstoð, eða um 37 milljarða, frá dönskum stjórnvöldum. Umsóknin er í gegnum svokallaðan „bankpakke II“ sem ætlaður er til aðstoðar þeim dönsku bönkum sem eiga í erfiðleikum vegna fjármálakreppunnar.

Viðskipti erlent

Allir geta nú sótt Windows 7

Allir sem áhuga hafa geta nú sótt sér Windows 7 stýrikerfið á heimasíðu Microsoft sér að kostnaðarlausu. Kerfið er til staðar í „Release Candidate" (RC), það er að um prufuútgáfu er að ræða.

Viðskipti erlent

Kauphöllin kannar lagaákvæði um undanþágu frá uppgjörum

Stjórn kauphallarinnar er nú að láta lögfræðinga sína kanna lagaákvæði sem yfir tíu félög hafa notað sem undanþágu frá því að birta ársuppgjör sín á réttum tíma, það er fyrir 30. apríl s.l. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að hann telji að þessi notkun á ákvæðinu samræmist ekki tilgangi þess.

Viðskipti erlent

Fiat vill kaupa GM í Evrópu

Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota.

Viðskipti erlent

Hækkun á Wall Street

Hlutabréf á Wall Street hækkuðu lítillega í dag við lokun markaða. Hækkandi olíuverð hefur þar mest áhrif auk þess sem útlit er fyrir að sumir hlutar fjármálakerfisins séu að rétta úr kútnum, að því er fram kemur hjá Reuters. Dow Jones iðnaðarvísitalan hækkaði um 0,54 prósent og S&P 500 vísitalan hækkaði um sama prósentuhlutfall.

Viðskipti erlent

Aldrei fleiri gjaldþrot í Englandi og Wales

Nær fimmþúsund fyrirtæki í Englandi og Wales urðu fjaldþrota á fyrstu þrem mánuðum ársins. Metfjöldi einstaklinga fór einnig í gjaldþrot, eða rúmlega 29 þúsund manns, sem er hæsta tala síðan mælingar hófust árið 1960.

Viðskipti erlent

ESB vill herða reglur um vogunarsjóði

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu.

Viðskipti erlent

Bouton kveður risabankann

Daniel Bouton, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarformaður franska risabankans Societe Generale, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með næsta mánuði.Ástæðurnar segir hann vægðarlausa gagnrýni á störf sín.

Viðskipti erlent

Bjartsýni innan ESB

Íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ekki verið bjartsýnni um horfur í efnahagslífinu í tæp tvö ár, samkvæmt niðurstöðum könnunar á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) og birtar voru í gær. Væntingarvísitala íbúa ESB-landanna fór úr 60,4 stigum í 63,9 stig, sem jafngildir 5,8 prósenta hækkun. Í evrulöndunum jukust væntingar um tæp 3,9 prósent.

Viðskipti erlent

Ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew

Það er ljós í myrkrinu hjá Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Uppgjör Unibrew fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er mun betra en vænst var. Stoðir eru meðal stærstu hluthafa með um fimmtungs hlut.

Viðskipti erlent

Töluverðar sveiflur á álmarkaðinum

Töluverðar sveiflur hafa verið á álverðinu í heiminum undanfarna sjö daga. Verðið miðað við þriggja mánaða afhendingu fór hæst í tæplega 1.470 dollara tonnið en í dag er það komið í tæplega 1.430 dollara tonnið.

Viðskipti erlent

Chrysler bjargaði sér fyrir horn

Bílaframleiðandinn Chrysler náði í gær samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um enn frekari aðstoð til þess að komast hjá gjaldþroti. Sex komma níu milljarðar dollara af skuldum fyrirtækisins verða að öllum líkindum afskrifaðar nái samkomulagið fram að ganga.

Viðskipti erlent

Samdráttur í Japan

Stjórnvöld í Japan hafa fært efnahagsspá sína fyrir árið úr núlli í samdrátt upp á 3,3 prósent. Fjárlagaárið þar í landi hófst um mánaðamótin.

Viðskipti erlent