Viðskipti erlent

Danir hætta við neyðaraðstoð til Lettlands

Danski seðlabankinn, Nationalbanken, hefur ákveðið að framlengja ekki gjaldmiðlaskipasamningi sínum við Lettland sem hefur veitt Lettlandi mikilvæga neyðaraðstoð í formi aðgengis að evrum í skiptum fyrir lats. Um er að ræða samskonar samning og Ísland hefur við seðlabanka í þremur Norðurlandanna.

Viðskipti erlent

Þrotabú Chrysler erfiður ljár í þúfu

Allt að tvö ár getur tekið að fara gegnum þrotabú Chrysler-verksmiðjanna eftir að ítalski bílaframleiðandinn Fiat keypti stærstan hluta fyrirtækisins. Þeir 60 dagar, sem Barack Obama Bandaríkjaforseti gaf til verksins, hrökkva því að öllum líkindum skammt.

Viðskipti erlent

Aftur mótmæli í London vegna Kaupþings

Stuðningsfólk Iðnaðar og vísindasafnsins (MOSI) í Manchester ætlar að efna til mótmæla við Westminster, þinghúsið í London, vegna tap safnsins á hruni Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi. Safnið átti 900.000 pund eða rúmlega 170 milljónum kr. á reikningi hjá bankanum.

Viðskipti erlent

Tap deCODE minnkar um helming

Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi ársins minnkaði um helming miðað við sama tímabil í fyrra. Tapið fór úr 26,7 milljónum dollara og niður í 12,6 milljónir dollara eða rúmlega 1,5 milljarð kr. í ár.

Viðskipti erlent

Hörð kreppa framundan fyrir kaffiunnendur

Slæmar fréttir eru í vændum fyrir kaffiunnendur og sérstaklega þá sem nota sykur í kaffið sitt. Heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hefur hækkað gífurlega frá áramótum og er þeirra hækkana farið að gæta á neytendamarkaðinum.

Viðskipti erlent

Tekist á um Arsenal

Kaupsýslumaðurinn Stephen Perry reynir hvað hann getur til að tryggja dreifða eignaraðild í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Bandaríski viðskiptajöfurinn Stan Kroenke sem á 28,3% hlut í félaginu reyndi nýverið að fjárfesta í 8% sem er í eigu Carr-fjölskyldunnar. Þá er búist við að rússenski stálrisinn Alisher Usmanov blandi sér einnig í baráttuna en nú þegar á hann 25% hlut í knattspyrnufélaginu.

Viðskipti erlent

Störfum fækkaði um hálfa milljón á mánuði

Í aprílmánuði fækkaði störfum um 539 þúsund í Bandaríkjunum sem er talsvert minna en undanfarna mánuði. Spár gerðu ráð fyrir að 600 þúsund störf myndu tapast. Í mars fækkaði störfunum um 699 þúsund. Frá því í desember 2007 hefur efnahagslíf Bandaríkjanna tapað 5,7 milljón starfi.

Viðskipti erlent

Tíu bankar kolféllu á álagsprófi

Alls féllu tíu bandarískir bankar á álagsprófi sem fyrir þá var lagt á dögunum. Prófið á að ganga úr skugga um það hversu viðbúnir bankarnir eru til þess að bregðast við aðstæðum fari kreppan versnandi. Alls vantaði bönkunum tíu 74,6 milljarði dollara til þess að standast prófið.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í uppsveiflu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert í þessari viku og er nú að nálgast 60 dollara á tunnuna. Norðursjávarolían er komin í 57,70 dollara tunnan og hefur hækkað um 1,5 dollara eða tæp 3% í dag. Fyrir síðustu helgi var verðið í kringum 50 dollara á tunnuna.

Viðskipti erlent

Nokia gefur 100 hugmyndir

Þeir eru gjafmildir hjá Nokia þessa dagana því nú stendur til að dusta rykið af einum 100 viðskiptahugmyndum sem fyrirtækið notaði ekki og gefa ýmsum minni, nýrri og verr staddari fyrirtækjum landsins þær - algjörlega án endurgjalds.

Viðskipti erlent

Kveður við bjartari tón

Skilyrt upplífgandi skilaboð var að finna í orðum Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun greiningardeildar fjárfestingabankans Merrill-Lynch.

Viðskipti erlent